Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50698
Á undanförnum árum hefur íslenskur leigumarkaður tekið miklum breytingum, einkum vegna fólksfjölgunar og mikils fjölda innflytjenda. Samhliða hefur leiguverð hækkað meira en í samanburðarlöndum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort vantaldir innflytjendur hafi marktæk áhrif á þróun leiguverðs á Íslandi á tímabilinu 2011–2024. Notast var við bæði megindlega aðferðafræði, með aðhvarfsgreiningu á gögnunum, og eigindlega greiningu með viðtölum við sérfræðinga. Niðurstöður benda til þess að vanmat á fjölda innflytjenda geti haft veruleg áhrif á eftirspurn á leigumarkaði og þar með á leiguverð. Þá var jafnframt skoðað hvernig skekkja í opinberum mannfjöldatölum getur haft áhrif á stefnumótun stjórnvalda og yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn. Rannsóknin dregur fram mikilvægi þess að opinberar tölur endurspegli raunverulegt ástand til að hægt sé að móta árangursríka stefnu í húsnæðismálum.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Ósýnilegir leigjendur.pdf | 774,02 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |