is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50699

Titill: 
  • Flýtur meðan ekki sekkur? : hlutleysi veiðigjaldsins og pólitískar hindranir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskum fiskimiðum er stjórnað með aflamarkskerfi þar sem föstum einstaklingsbundnum kvótum var úthlutað endurgjaldslaust við lok 20. aldarinnar. Í kjölfar þess hefur myndast umtalsverð auðlindarenta í atvinnugreininni. Til þess að tryggja þjóðinni hluta í þeim arði hófst innheimta veiðigjalds árið 2004, þ.e. gjalds fyrir notkun fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðigjaldið hefur allt frá upphafi verið umdeilt, en þar vegast á sjónarmið um að veiðigjaldið grafi undan rekstrarforsendum sjávarútvegsins annars vegar en hins vegar að þjóðin eigi rétt á hluta þess arðs sem af notkun fiskimiða hlýst. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvort veiðigjaldið sé hlutlaust, þ.e. hvort gjaldtakan beri með sér neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, ásamt því að skoða þau pólitísku öfl sem kunna að vinna gegn innheimtu auðlindagjalds. Til þess er notast við hagfræðilíkön og -kenningar auk greiningar á gögnum er varða íslenskan sjávarútveg. Litið er til kenninga almannavalsfræða til þess að skýra pólitískar hindranir í vegi gjaldtöku af atvinnugreinum sem njóta mikillar rentu. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að veiðigjaldið sé hlutlaust að vissu leyti, vegna eðlis þess markaðar sem það er lagt á. Þá sýna kenningar að rétt útfærðir Auðlindarentu- og/eða Brown skattar séu ávallt hlutlausir og gætu því hentað til aukinnar gjaldtöku án þess að draga úr umsvifum sjávarútvegsins. Að lokum gefa kenningar almannavalsfræða til kynna að aðstæður í íslenskum sjávarútvegi séu slíkar að búast mætti við sterkri hagsmunagæslu gegn gjaldtöku fyrir nýtingu auðlindarinnar.

Samþykkt: 
  • 16.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flýtur meðan ekki sekkur.pdf1,76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna