is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50708

Titill: 
  • Rekstur knattspyrnufélaga á Íslandi : samspil fjárhags og árangurs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um samspil fjárhags og árangurs í rekstri knattspyrnufélaga. Knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims og hefur þróast yfir í alþjóðlega atvinnugrein með víðtæk áhrif á efnahag og samfélög. Fjallað er um þróun á rekstri félaga með sérstakri áherslu á þróun eignarhalds, mismunandi tekjustoða og launa leikmanna ásamt áhrifum alþjóðlegra regluverka um fjármálastjórnun. Þá er fjallað um hvernig algengar kenningar hagfræðinnar, t.d. um auðlindamiðaða sýn (e. resource based view) og stærðarhagkvæmni, eiga við um rekstur knattspyrnufélaga.
    Í rannsóknarhluta ritgerðarinnar er gerð greining á samspili fjárhags og árangurs íslenskra knattspyrnufélaga og greinir núverandi stöðu þeirra í samanburði við norsk og sænsk félög. Sérstök áhersla er lögð á að meta hvernig fjárhagslegir þættir – einkum tekjur og launakostnaður – hafa áhrif á árangur innan vallar og hvernig íslensk félög nýta fjármagn sitt í samanburði við félög á stærri mörkuðum.
    Rannsóknin byggir annars vegar á samanburðargreiningu á ársreikningum valinna félaga frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð og hins vegar tölfræðilegri aðhvarfsgreiningu á gögnum allra félaga í efstu deildum karla í sömu löndum árið 2023. Gögn voru fengin úr opinberum ársreikningum og úr keppnisniðurstöðum og færð til samræmis með gengisbreytingum og reiknuðum meðaltölum til að tryggja samanburðarhæfni milli landa.
    Niðurstöður sýndu að tekjur ársins 2022 höfðu jákvæð áhrif á árangur ársins 2023, mældum í stigum per leik. Aftur á móti voru áhrif launakostnaðar ekki marktæk. Þá kemur fram að íslensk lið ná að meðaltali fleiri stigum per leik með vaxandi fjárhagslegum styrk en lið frá Noregi og Svíþjóð, sem bendir til betri skilvirkni í nýtingu fjármuna. Í greiningu ársreikninga kemur jafnframt í ljós að þátttaka í Evrópukeppnum og leikmannasala hafa afgerandi áhrif á tekjumöguleika íslenskra félaga.

Samþykkt: 
  • 16.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rekstur knattspyrnufélaga á Íslandi.pdf1,51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna