is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5071

Titill: 
  • Áhættumat á vinnustöðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð var gerð með það í huga að kanna andlegan og félagslegan aðbúnað á vinnustöðum og hvort það væri eitthvað misræmi milli þeirra mælitækja sem Vinnueftirlit ríkisins mælir með til þess að greina áhættuþætti. Notast var við vinnuumhverfisvísa og Ánægjukönnun Vinnueftirlitsins en Ánægjukönnunin er nafnlaus en vinnuumhverfisvísarnir ekki. Ánægjukönnun var lögð fyrir hjá fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi og um 250 starfsmenn og voru helstu niðurstöður þær að starfsánægja, stuðningur yfirmanna, stuðningur samstarfsmanna, einelti og samskiptavandamál höfðu mikið að segja hvort starfsmönnum liði vel í vinnunni eða ekki. Hvað varðar misræmi á milli mælitækja kom í ljós að það er töluvert. Þar sem vinnuumhverfisvísarnir eru ekki nafnlausir kom í ljós að starfsmenn virtust vera ánægðir í vinnunni en þegar Ánægjukönnunin, sem er nafnlaus, var lögð fyrir kom í ljós að svo reyndist ekki vera og mörg atriði reyndust vera í ólestri. Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar því það virðist vera mikilvægt að leggja fyrir nafnlausa könnun til að komast að raunverulegum andlegum og félagslegum aðbúnaði á vinnustöðum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ahaettumat_a_vinnustodum.pdf942.32 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
MA_forsida_jun2010.pdf32.38 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna