Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50713
Þessi rannsókn skoðaði frammistöðuvísa og tengsl þeirra við úrslit leikja í efstu deildum karla og kvenna í íslenskri knattspyrnu. Tölfræðigögn frá Wyscout voru greind úr 843 leikjum frá tímabilunum 2024 og 2022. Markmiðið var að bera kennsl á hvaða frammistöðuvísar spá sterkast fyrir um úrslit leikja og hvort þessi tengsl séu breytileg eftir deildum og/eða kyni. Notast var við afturskyggnt rannsóknarsnið ásamt blandaðri tölfræðigreiningu með línulegum (ANOVA, aðhvarfsgreining) og ólínulegum aðferðum (ákvörðunar flokkunartré) voru notaðar til að meta breytilega marktekt og víxlverkunaráhrif. Niðurstöðurnar sýndu að skot á mark og heildarskot voru stöðugustu og áhrifamestu spárnar um árangur í öllum deildum. Í kvennadeildum, sérstaklega Bestu deildinni, áttu endurheimtur (e.recoveries) og lágmarks boltatap einnig verulegan þátt í að sigra, en í karladeildum var árangur sterkari bundinn við sóknarárangur og skilvirkni í sendingum. Ákvörðunartréslíkön staðfestu ennfremur að skottengdar mælingar gáfu skýrustu útkomuspárnar, á meðan líkön þar sem þessar breytur voru fjarlægðar byggðu meira á varnar- og vörsluvísum með minni skýrleika. Takmarkanir fela í sér misræmi í áreiðanleika Wyscout gagna, sérstaklega fyrir endurheimt og skotnákvæmni, sem og lítið úrtak fyrir Lengjudeild kvenna. Rannsóknin leggur áherslu á taktískan og samhengisháðan árangur milli deilda og veitir hagnýtar leiðbeiningar um að sérsníða þjálfunaraðferðir. Framtíðarrannsóknir ættu að einbeita sér að kafa dýpra í hverja deild fyrir sig með stærri gagnasöfnum til að auka forspárréttmæti og upplýsa um frammistöðugreiningu í réttu samhengi.
This study examined performance indicators associated with winning in Icelandic senior football across the top two tiers for both genders, using match data from 843 games in the 2022 and 2024 seasons. The objective was to identify which metrics, such as total shots, shots on target, passing, duels, and recoveries, most strongly predict match outcomes and how these relationships differ across league and gender. A retrospective cohort design was applied using official Wyscout match data. Both linear (ANOVA, logistic regression) and non-linear methods (decision classification trees) were used to assess variable significance and interaction effects. The results showed that shots on target and total shots were the most consistent and influential predictors of success across all leagues. In women’s leagues, especially the Besta deild, recoveries and minimized ball losses also contributed significantly to winning outcomes, while in men’s leagues, success was more strongly tied to offensive output and passing efficiency. Decision tree models further confirmed that shooting-related metrics produced the clearest outcome predictions, while models excluding these variables relied more on defensive and possession-based indicators with reduced clarity. Limitations include discrepancies in Wyscout data reliability, particularly for recoveries and shot accuracy, as well as a small sample size for the Women’s Lengjudeild. The study highlights the tactical and contextual variability of success across leagues and provides practical guidance for tailoring coaching strategies. Future research should focus on league-specific modeling with larger datasets to enhance predictive validity and inform context-relevant performance analysis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thesis RLS - 20250606.pdf | 1,36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |