en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5074

Title: 
 • Title is in Icelandic Tengsl ofurábyrgðarkenndar og hvatvísi við áráttu og þráhyggju
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga bein tengsl ofurábyrgðarkenndar og áráttu- og þráhyggjueinkenna, bein tengsl hvatvísi og áráttu- og þráhyggjueinkenna og svo að lokum að athugavíxlverkun þessara þátta í tengslum við áráttu- og þráhyggjueinkenni.
  Meginmarkmið þessarar rannsóknar var fyrst og fremst að afla frekari stuðnings við fyrri niðurstöður um tengsl samverkunar
  ofurábyrgðarkenndar og hvatvísi við áráttu og þráhyggju og prófa hvort að þær kæmu fram með notkun annarra mælitækja. Voru fimm
  spurningalistar lagðir fyrir 150 nemendur við Háskóla Íslands. Einnig var notast við gögn frá annarri rannsókn sem notaði sömu próf og voru þátttakendur þar 150 talsins. 39,3% þátttakenda voru karlar og 57,7% voru konur, 3% gáfu ekki upp kyn. Mælitækin sem notuð voru við rannsóknina voru áráttu- og þráhyggjupróf, ofurábyrgðarkenndarpróf,
  hvatvísikvarði og kvarði varðandi hugmyndir um ábyrgð. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að bein tengsl voru á milli ofurábyrgðarkenndar og áráttu- og þráhyggjueinkenna, bein tengsl voru á milli hvatvísi og áráttu og þráhyggju en ekki komu fram marktækar niðurstöður á samverkun ofurábyrgðarkenndar og hvatvísi hvað varðar
  áráttu- og þráhyggjueinkenni. Niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir á þessu sviði nema ekki kom fram samverkun
  ofurábyrgðarkenndar og hvatvísi með tilliti til áráttu- og þráhyggjueinkenna eins og búist var við.

Accepted: 
 • May 10, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5074


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS ritgerð.pdf275.17 kBOpenHeildartextiPDFView/Open