is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50754

Titill: 
  • Hver má syngja hvað? : umfjöllun um áhrif fagkerfisins í óperuheiminum í dag og notagildi þess fyrir unga söngvara með áherslu á sópranfögin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er hvernig ungir söngvarar geta nýtt sér þekkingu á fagkerfinu (þ. Fach System) sem einskonar leiðarvísi í upphafi ferils. Fagkerfið er raddflokkunarkerfi sem á rætur að rekja til Þýskalands og byggir á því að raða röddum í flokka eftir sameiginlegum einkennum þeirra. Í ritgerðinni er fag skilgreint og fög sóprana eru útlistuð en einnig komið inn á eðlilegan raddþroska. Hinar ýmsu birtingarmyndir fagkerfisins í óperuheiminum eru ræddar svo sem persónuleg skilgreining fags, mismunandi túlkun kerfis milli landa, faggreindir starfssamningar, álit annarra og aukin áhersla á útlit í óperunni. Tekin voru viðtöl við þrjár þekktar íslenskar óperusöngkonur, þær Bryndísi Guðjónsdóttur, Dísellu Lárusdóttur og Hönnu Dóru Sturludóttur. Þær veita innsýn inn í sína upplifun af óperuheiminum með tilliti til fagkerfisins. Auk þess er vitnað í fræðibækur og ritgerðir fræðimanna á þessu sviði. Niðurstöður sýna að kerfið er ekki algilt en gott viðmið og ágætis hjálpartæki fyrir upprennandi söngvara í byrjun ferils. Þekkingin getur meðal annars nýst í verkefnavali, fyrirsöng, raddvernd og til markaðssetningar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver má syngja hvað - Kristrún Guðmundsdóttir.pdf574,7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna