is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5078

Titill: 
  • Hárfín kaldhæðni. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro á sýningunni Bæ bæ Ísland í tengslum við samfélag á tímamótum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands eftir Ólaf Árna Ólafsson og Libiu Pérez de Siles de Castro var frumflutt á opnunardegi sýningarinnar Bæ bæ Ísland á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 15. mars 2008. Eins og titill verksins gefur til kynna er efni þess stjórnarskrá lýðveldisins, en allar áttatíuogein greinar hennar eru texti við tónverk eftir tónskáldið Karólínu Eiríksdóttur sem jafnframt er titluð höfundur verksins. Í ljóðrænu verki sameinast falleg melódía, vandaður flutningur og myndræn tjáning innihaldsins þrátt fyrir að lagatextinn sé í forgrunni. Flutningur Stjórnarskrárinnar kynnir áheyrendum lagatextann. En þar sem Ólafur og Libia eiga í hlut er upplestur ekki bara upplestur.
    Sýningin Bæ bæ Ísland bar undirtitilinn Uppgjör við gamalt konsept. Hannes Sigurðsson, sýningarstjóri og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, hafði hugsað sér „að tala þjóðina til helvítis í veikri von um að hún fari kannski að rumska aðeins við sér.“ Sýningin var yfirlýsing í anda sögulegu framúrstefnunnar, sjónarspil gegn sjónarspili samfélags sem honum blöskraði.
    Þegar efnahagshrun skall á íslensku þjóðinni á haustmánuðum ársins 2008 kom í ljós að sýningarstjórinn hafði verið óþægilega sannspár. Þjóðin sameinaðist í kröfu um „nýtt lýðræði“, „nýtt Ísland“. Krafan um nýja stjórnarskrá hljómaði hátt. Uppgjör verksins við gamalt konsept er hvorki falið í beinni gagnrýni, yfirlýsingum né háværum lúðrablæstri, líkt og sýningin. Í Stjórnarskránni mætast hugmyndir framúrstefnunnar, ný-framúrstefnunnar og ný-konkretlistar og nýrri kenningar um venslalist. Túlkun Ólafs og Libiu og tónskáldsins á textanum er fullt af hárfínni kaldhæðni sem er lykillinn að pólitískri gagnrýni og háði í garð stjórnarskrárinnar. Skilaboðin eru því ekki augljós í fyrstu, en gefa tilefni til umhugsunar. Á tímum þegar fáir létu sig varða samfélagsbyggingu íslensks samfélags, hvað þá stjórnarskrá lýðveldisins, vakti verk Ólafs og Libiu Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, athygli á mörgu af því sem síðar hefur komið í ljós að olli bæði hugmyndafræðilegu og efnahagslegu hruni samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johanna Bjork BA.pdf5.78 MBLokaðurHeildartextiPDF