Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5082
Fjárstýring er kjarni fjármálastjórnar innan fyrirtækja og sér um innri sem ytri stýringu á fjármunum fyrirtækja í mjög víðu samhengi. Algengt er að skipta fjárstýringu upp í fjármálastjórnun (cash management), áhættustýringu (risk management) og upplýsingasvið (information management).
Rannsókn var framkvæmd þar sem athugað var hverjar væru áherslur innan fjárstýringar hjá 200 stærstu fyrirtækjum landsins og hvort munur væri á áherslum innan fjárstýringarinnar eftir því hvort ríkti uppsveifla eða niðursveifla í efnahagslífinu. Athugaðar voru áherslur innan fjárstýringar, fjármálastjórnunar, gjaldeyrisstýringar, áhættustýringar meðal annars. Könnunin var send út á rafrænu formi til 145 af 200 stærstu fyrirtækja landsins og fékkst svörun frá 31 aðila.
Helstu niðurstöður könnunarinnar voru að innan fjárstýringar var lausafjárstýring talinn mikilvægasti þátturinn og áætlanagerð undir 12 mánuðum sá næst mikilvægasti bæði í uppsveiflu og niðursveiflu og jókst áhersla á þessa þætti við samdrátt. Við samdrátt jókst einnig áhersla á fjármögnun til lengri tíma og stjórnendaupplýsingar. Vægi gjaldeyrisstýringar hélst óbreytt við samdrátt en minni áhersla var lögð á áhættustýringu.
Innan fjármálastjórnunar þótti lausafjárstýring vera mikilvægasti þátturinn og jókst mikilvægi þess þáttar við samdrátt. Áhersla á áætlanagerð jókst við bankahrunið á sama tíma og dró aðeins úr vægi fjármögnunar.
Innan gjaldeyrisstýringar voru stjórnun gjaldeyrisstreymis skulda og tekna taldir þeir tveir þættir er mestu máli skiptu bæði í uppsveiflu og niðursveiflu en áhersla á þessa þætti jókst við samdrátt. Aukin áhersla varð svo á stjórnun gjaldeyrisstreymis rekstrarkostnaðar í kjölfar bankahrunsins en á sama tíma minnkaði áhersla á flutning gjaldeyrisáhættu sem og stjórnun kostnaðs við varnir gegn gjaldeyrisáhættu.
Innan áhættustýringar þótti lausafjáráhætta mikilvægasti þátturinn bæði tímabilin en við samdrátt jókst mikilvægi lausafjárstýringar. Meiri áhersla var lögð á fjármögnunaráhættu og hrávöruverðs áhættu eftir bankahrun en á móti minnkaði áhersla á rekstraráhættu og markaðsáhættu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Kristin - fyrir prentun.pdf | 1.09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |