is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5086

Titill: 
  • Svæðisbundin nýsköpun í tengslum við uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa verkefnis var að leggja mat á svæðisbundin áhrif uppbyggingar álvera á Íslandi. Horft var til stefnu álfyrirtækja, yfirlýsinga og stefnumörkunar íslenskra stjórnvalda varðandi stóriðju og nýsköpun auk þess sem tekin voru viðtöl við stjórnendur álfyrirtækja og stofnendur fyrirtækja sem þjónað hafa álfyrirtækjunum.
    Rannsóknir víða um heim gefa til kynna að þar sem unnin hefur verið stefnumörkun um uppbyggingu klasa á grundvelli hugmyndafræði um nýsköpunarkerfi hafi náðst mestur árangur. Í Noregi hefur verið unnið markvisst eftir slíkri stefnu frá miðri tuttugustu öld. Íslenskt þjóðfélag hefur þróast með svipuðum hætti þegar kemur að fjárfestingu í virkjunum og stóriðju en sá munur er þó á þar sem álverin eru staðsett í samanburðarlöndunum að íbúar eru öllu fleiri en hér. Í Noregi hefur verið lögð áhersla á markvissa eflingu svæðisbundinna nýsköpunarkerfa í kringum ákveðnar atvinnugreinar þar sem áliðnaðurinn hefur verið í sterkastri stöðu. Þar hefur áhersla verið lögð á að efla rannsóknir og menntun til að skapa greininni samkeppnisstöðu.
    Á Íslandi hefur atvinnustefna falist í uppbyggingu stóriðju með því að tryggja aðgengi að lágu orkuverði. Ekki hefur verið til staðar jafn markviss innleiðing nýsköpunarstefnu og í Noregi en rannsóknir benda til að með markvissri innleiðingu nýsköpunarstefnu og eftirfylgni við hana megi efla fyrirtæki innan skilgreindra svæða þannig að þau geti sinnt fleiri fyrirtækjum á viðkomandi svæði.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að staðsetning fyrir svo stór fyrirtæki sem álver skipti miklu máli um þróun atvinnusvæða. Samfélagsleg áhrif séu meiri á svæðum þar sem ekki sé til staðar stór massi fyrirtækja eða atvinnulíf sé einsleitt, en þar sem atvinnulíf er fjölbreytt og atvinnusvæði stórt.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svæðisbundin nýsköpun í tengslum við uppbyggingu áliðnaðar - lokaútgáfa 10052010 2.pdf1.16 MBLokaðurHeildartextiPDF