Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50864
Skýin fara fyrir sólu, rigningin skellur á, vindurinn blæs, það kemur logn yfir og svo snjóar, allt á sama deginum. Lítill refur á vetrardegi er bók ætluð börnum á leikskólaaldri og segir sögu af litlum ref sem ferðast í umhverfi við fjöll og móa í íslenskri náttúru. Refurinn fylgist með veðrinu sveiflast fram og til baka. Himinninn og landslagið breytir um lit og refurinn fær að finna fyrir breytingum á veðrinu á eigin skinni. Þó að vindurinn blási og þó það komi rigning og slydda þá, gengur veðrið alltaf yfir.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Auður Helgadóttir_Hönnunargreining.pdf | 8,14 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |