is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5087

Titill: 
  • Samstarf bandaríska hersins og Hollywood: Óskaímynd Pentagon í kvikmyndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bandaríski herinn og kvikmyndagerðarmenn í Hollywood hafa átt í samstarfi í fjöldamörg ár, eða frá því snemma á tuttugustu öldinni. Samstarfið er á þá leið að ef kvikmyndaframleiðendur þurfa á aðstoð hersins að halda við gerð kvikmynda, t.d. að fá lánaðar herflugvélar, skriðdreka eða hluti sem gagnast við framleiðsluna eru þeir beðnir um að skila inn handriti sem tengiliðir hersins við skemmtanaiðnaðinn fara yfir í þeim tilgangi að meta hvort forsendur eru fyrir samstarfi. Hernum er mikið í mun að ímynd sín sé góð í augum almennings og verða þær myndir sem fá aðstoð að uppfylla ýmis skilyrði þar að lútandi. Framleiðendur mynda sem herinn telur ekki uppfylla skilyrðin og stuðla þar með að viðhaldi sinnar óskaímyndar þurfa annað hvort að breyta handriti í samræmi við kröfur hersins eða er ella neitað um aðstoð.
    Í ritgerðinni er samstarf hersins og Hollywood skoðað í sögulegu samhengi og sjónum helst beint að því hvernig samstarfinu er háttað á stríðstímum, þ.e. í síðari heimsstyrjöldinni, kalda stríðinu, Víetnam-stríðinu og nú síðast stríðinu gegn hryðjuverkum. Rýnt er í þrjár kvikmyndir með hliðsjón af þessu samstarfi; Saving Jessica Lynch (2003), Iron Man (2008) og In the Valley of Elah (2007).

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritger_-prenteintak.pdf453.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna