is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50904

Titill: 
  • Kynferðisbrot gegn börnum. Hvernig er sönnunarmatið í kynferðisbrotamálum gegn börnum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kynferðisbrot teljast til meðal alvarlegustu brota sem kveðið er á um í almennu hegningarlögum nr. 19/1940. Sem dæmi ná nefna að nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum eru þegar litið er til refsimarka laganna næst alvarlegustu brotin á eftir manndrápi. Umræða innan samfélagsins um kynferðisbrot, viðurlög við slíkum brotum og sönnun í kynferðisbrotamálum hefur aukist verulega á undanförnum árum. Samhliða hefur orðið vitundarvakning um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldi, en þessa auknu þekkingu má meðal annars rekja til þeirra breytinga sem urðu með endurskoðun kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga með lögum nr. 40/1992. Með þeim breytingum var réttarfarsleg vernd barna efld, meðal annars með hækkun refsimarka og breytingum á fyrningarreglum. Ljóst má vera að með hækkun refsimarka hafi löggjafinn viljað leggja áherslu á að beita þyngri refsingum fyrir kynferðisbrot og má greina merki þess að refsingar í þessum brotaflokki hafi í reynd orðið þyngri. Það sem einkennir kynferðisbrot gegn börnum er þó afar erfið sönnunarstaða, og í ritgerð þessari er leitast við að svara því hvaða sönnunargögn hafa mesta vægi við sönnun í kynferðisbrotamálum gegn börnum.
    Í upphafi ritgerðarinnar verður gerð almenn grein fyrir kynferðisbrotum almennt og hvernig þau geta verið mismunandi, því næst er gerð grein fyrir þeim ákvæðum í almennum hegningarlögunum er varða kynferðisbrot gegn börnum. Meginþungi ritgerðarinnar er sönnunarmatið í kynferðisbrotamálum. Þar er gerð grein fyrir sönnun, sönnunarfærslu, sönnunarmati, vitnum, skýrslum sérfræðinga og að lokum skýrslutöku af börnum í kynferðisbrotamálum. Dómarannsókn var svo framkvæmd þar sem dómar Hæstaréttar og Landsréttar voru skoðaðir frá árinu 2020 til 2025, þar sem skoðað var hvaða sönnunargögn hafa mesta vægi við sönnunarmat.
    Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar fela í sér að sönnunarörðugleikar í kynferðisbrotamálum gegn börnum stafa einkum af skorti á sönnunargögnum þar sem málin byggjast oftast eingöngu á framburði brotaþola gegn framburði sakbornings og skortir önnur sönnunargögn sem styðja þessar frásagnir. Dómstólar gegna því lykilhlutverki þar sem val dómara þeirra í embætti byggist á sérfræðiþekkingu, menntun og hæfni, auk þess sem starfsemi dómstóla er ein af stoðum réttarríkisins.

Samþykkt: 
  • 18.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML - PDF.pdf820,62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna