Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5091
Í þessari ritgerð er fjallað um lítinn og fallegan stað á Snæfellsnesi sem heitir Eyri og er staðsettur í svokallaðri Framsveit út frá Grundarfirði. Ritgerðin nær yfir sögu staðarins frá landnámi og fram til okkar daga. Hún hefst á 9. öld þegar fyrstu skipin komu að landi og landnámsmennirnir byrjuðu að setjast að. Sagt verður frá því hvernig staðurinn kemur við sögu á ólíkum tímabilum í Íslandssögunni, allt frá landnámi og kristnitöku, og hvernig saga hans speglar framþróun og hnignun sem átti sér stað á Íslandi fyrstu eitt þúsund árin. Fjallað verður um fólkið sem byggði Eyrina, atburði sem áttu sér stað þarna, horfin kennileiti og fólk sem tengdist stórviðburðum Íslands, holdsveikraspítala sem reistur var á Eyrinni, rekstur hans og hnignun. Markmið ritgerðarinnar er að segja frá stað sem nú er nær gleymdur en á skilið að saga hans sé rifjuð upp og fólk minnt á hversu stórt hlutverk hann hefur leikið í menningasögu Íslands.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vineta 9. maí - lokagerð.pdf | 473,4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |