Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50924
Tónlistarkennsla án orða er skapandi tónlistarkennsluaðferð. Hún felur í sér tónlistarkennslu þar sem kennarinn miðlar ekki upplýsingum munnlega heldur með táknmáli, líkamstjáningu og sameiginlegri reynslu. Í ritgerðinni er skoðað hvernig þessi nálgun getur eflt þátttöku, sjálfsmynd og tengsl einstaklinga. Verkefnið er sett í samhengi við fjölmenningarlegt samfélag og byggir á hugmyndum um nemendamiðað nám, líkamsmiðaða kennslu og tónlist sem félagslegt tjáningarform. Sérstaklega er lögð áhersla á hvernig aðferðin getur skapað valdeflandi rými fyrir flóttafólk og innflytjendur. Aðferðirnar sem lagðar eru til grundvallar eru eigindlegar. Tekin voru viðtöl við tónlistarfólk og fagaðila með reynslu af kennslu fyrir einstaklinga sem ekki deila sameiginlegu tungumáli. Kennsluaðferðin er einnig borin saman við aðrar kennsluaðferðir líkt og Suzuki-aðferðina, og dregin eru fram sameiginleg einkenni og grundvallarmunur. Einnig er greint frá tilviksrannsókn höfundar sem nýtti tónlistarkennslu án orða í tónlistarsmiðju. Helstu niðurstöður sýna að tónlist án orða getur skapað öruggt og inngildandi rými fyrir fjölbreyttan hóp þátttakenda. Aðferðir sem byggja á sjónrænum merkjum, herminámi (e. imitation learning) og sameiginlegu flæði tónlistar virka vel þar sem tungumál er hindrun. Þátttakendur upplifa aukið sjálfsöryggi, dýpri samskipti og sterkari tengsl. Tónlistin verður að sameiginlegu tungumáli sem dregur úr félagslegri einangrun og skapar aðstæður þar sem allir geta tekið þátt á eigin forsendum.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Tónlilstarkennsla án orða - Lokaritgerð.pdf | 403,11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |