Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50925
Ritgerð þessi fjallar um grunnhugmyndir, framkvæmd og mikilvægi leiðsagnarnáms í kennslu. Markmið ritgerðarinnar er að veita lesanda góða heildarsýn yfir kennsluaðferðir leiðsagnarnáms, útskýra hvernig byggja má upp námsumhverfi sem stuðlar að virku námi, trausti og innri áhuga nemenda, með áherslu á aðlögun, endurgjöf og markmiðasetningu.
Efni ritgerðarinnar fer yfir helstu og mikilvægustu atriði leiðsagnarnáms í köflunum: námsmenning, skipulag og uppbygging náms, góðar samræður, yfirsýn yfir stöðu nemenda og árangursrík endurgjöf. Fjallað verður um einkenni góðrar námsmenningar þar sem gagnkvæm virðing og traust leggja grunn að öllum samskiptum og lærdómi. Fjallað verður um mikilvægi aðlögunar kennslu og námsefnis að stöðu nemenda með gefnum námsmarkmiðum til hliðsjónar. Innan leiðsagnarnáms setur kennari skýr markmið og nýtir greinandi aðferðir til þess að meta stöðu nemenda og með þeim niðurstöðum veitir hann nemendum reglulega endurgjöf. Endurgjöf er lykilatriði í leiðsagnarnámi. Hana þarf að veita á viðeigandi tíma, hún skal stuðla að auknum skilningi nemenda og áframhaldandi námi þeirra. Hún byggist á nákvæmni, gagnsemi og virðingu fyrir persónulegu námi hvers og eins. Innan leiðsagnarnáms er einnig reynt að stuðla að innri áhugahvöt nemenda sem hjálpar þeim til áframhaldandi lærdóms. Áhrifin af þessum aðferðum má sjá í auknu sjálfstæði í vinnubrögðum nemenda, minna óöryggi, vellíðan og bættri námstækni.
Þessi ritgerð byggir meðal annars á heimildum frá Nönnu Kristínu Christiansen, Shirley Clarke, Dylan Wiliam og John Hattie.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Inngangur að leiðsagnarnámi.pdf | 550,28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |