is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed, M.Mus.Ed) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50929

Titill: 
  • Samtímalist í íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér er fjallað um hlutverk samtímalistar í myndmennt grunnskólanemenda með áherslu á hvernig unnt sé að efla skilning og áhuga nemenda á listformum sem sjaldan eru tekin fyrir í grunnskólum, eins og gjörningalist, vídeólist og innsetningar. Í upphafi er sett fram fræðilegt samhengi þar sem hugtakið samtímalist er skilgreint, einkenni hennar rædd og borin saman við hefðbundna listsköpun. Fjallað er um ólíkar hugmyndir um gilda lista í skólastarfi, auk þess sem þróun opinberrar stefnu í listkennslu á Íslandi er rakin með vísan til útgáfa aðalnámskrár frá 1999, 2013 og 2014. Þá er lögð áhersla á mismunandi kennslufræðilegar nálganir á samtímalistkennslu, meðal annars út frá hugmyndum um umbreytandi nám, sjálfsákvörðunarkenninguna og list sem rannsókn. Rannsókn þessarar ritgerðar byggir á eigindlegri viðtalsrannsókn þar sem tekin voru sex hálf-opin viðtöl við myndmenntakennara á höfuðborgarsvæðinu. Markmið viðtalanna var að kanna viðhorf kennaranna til kennslu samtímalistar, greina helstu áskoranir og tækifæri sem þeir sjá í kennslunni og meta hvernig reynsla þeirra og innsýn geti nýst til þess að efla slíka kennslu í íslenskum grunnskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir jákvæð viðhorf myndmenntakennara gagnvart samtímalist eru ýmsar hindranir til staðar, einkum skortur á tíma, þekkingu og stuðningi frá skólayfirvöldum. Einnig kemur fram að kennarar telja mikilvægt að virkja listasöfn og listamenn betur í kennslunni til að efla áhuga nemenda og bæta menningarvitund þeirra. Niðurstöðurnar benda þannig til þess að ef kennsla samtímalistar á að styrkjast verði að huga sérstaklega að aukinni fræðslu kennara um samtímalist, endurmenntun og markvissara samstarfi við listasöfn og listamenn.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis explores the role of contemporary art in the visual arts education of primary school pupils, with an emphasis on how pupils can deepen their understanding of and engagement with art forms that are seldom addressed in primary education, such as performance art, video art and installations. The thesis begins by outlining the theoretical context in which the concept of contemporary art is defined, its characteristics discussed, and comparisons drawn with traditional art. Various perspectives on the value of art and art
    education are examined, alongside an analysis of developments in Icelandic public policy on art education, with reference to national curricula from 1999, 2013 and 2024. Diverse pedagogical approaches to contemporary art education are also highlighted, including
    transformative learning, self-determination theory and art as inquiry. The research is based on semi-structured qualitative interviews with six primary school visual arts teachers in the capital region of Iceland. The aim of the interviews was to explore the teachers' attitudes towards teaching contemporary art, identify the main challenges and opportunities they perceive, and assess how their professional experience and insights could contribute to
    shaping and enriching such teaching. The main findings reveal that, despite generally positive attitudes among teachers towards contemporary art, several obstacles hinder its implementation in schools, notably a lack of time, subject knowledge, and institutional support. The findings further suggest that teachers view stronger collaboration with art museums and practising artists as essential for increasing pupil engagement and enhancing cultural awareness. The study thus indicates that, to strengthen the teaching of contemporary art in Icelandic primary schools, greater emphasis must be placed on raising teachers' awareness of contemporary art, providing continuing professional development for teachers, and fostering purposeful partnerships with museums and practising artists.

Samþykkt: 
  • 18.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bragi Hilmarsson - Samtímalist í íslenskum grunnskólum.pdf1,68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna