is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5094

Titill: 
 • Íslensk kvennanöfn fyrr og nú
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kvennanöfn á Íslandi eru æðifjölbreytt að myndun og uppruna. Þau hafa mörg hver verið í notkun allt frá landnámsöld en í gegnum aldirnar hafa sum fallið í gleymskunnar dá og önnur verið fengin að láni frá nágrannaþjóðum okkar og úr Biblíunni. Upphaflega voru flest nöfn tvíliðuð, mynduð með forlið og viðlið. Mjög algengt var að mynda kvennanöfn af karlanöfnum með sérstökum viðskeytum (sbr. Ölöf og Valgerður : Ólafur og Valgarður). Þau voru oft stytt eða af þeim dregin gælunöfn (sbr. Fríður og Ása : Hallfríður og Ásgerður). Seinna komu fram sérstök kvennanöfn sem voru oft tengd náttúrufyrirbærum (sbr. Lóa, Fjóla og Tófa) eða útliti/innræti (sbr. Ljúfa).
  Í ritgerð þessari verður fyrst fjallað um kvennanöfn sem koma fyrir í íslenskum fornsögum. Höfð verður til hliðsjónar flokkun sú sem Assar Janzén notar í riti sínu De fornvästnordiska personnamnen. Nöfnin skiptast í ósamsett og samsett nöfn og er hvor flokkur um sig greindur frekar. Fjallað verður um nöfn ásynja og valkyrja í sérstökum kafla þar sem þau voru almennt ekki notuð sem kvennanöfn fyrr en á seinni tímum. Flest þeirra nafna sem koma fyrir í fornsögum eru notuð í dag, sum þeirra hafa verið tekin upp aftur á síðustu árum. Samsetningar eru einnig orðnar fjölbreyttari og í umfjöllun um þær er tilgreint hvenær nýir viðliðir voru teknir upp með viðkomandi forlið.
  Nafnaflóran hefur orðið fjölbreyttari eftir því sem aldirnar liðu og fjallað verður um þau nöfn sem hafa bæst við. Verða þau flokkuð á sama hátt og eldri nöfnin, í samsett og ósamsett nöfn. Nú eru einnig styttri eiginnöfn notuð sem samsetningarliðir (ýmist sem forliðir eða viðliðir).
  Á Íslandi hafa verið sett sérstök lög um mannanöfn. Í þeim kemur fram hvers konar nöfn megi nota og hver þyki óhæf. Mannanafnanefnd semur skrá um heimil eiginnöfn og sker úr ágreiningsmálum um þau. Í lokakafla ritgerðarinnar verður farið lauslega yfir þær reglur sem þar eru hafðar til viðmiðunar og fjallað stuttlega um nokkur þeirra nafna sem nefndin hefur úrskurðað um.

Samþykkt: 
 • 10.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Islensk kvennanofn fyrr og nu.pdf373.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna