Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5095
Umfjöllunarefni þessa BA-verkefnis er efnahagskreppan sem skók Finnland í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar. Heimildirnar eru að mestu fengnar frá skýrslum sem Seðlabanki Finnlands lét gera, auk annarra viðurkenndra fræðigreina, allar eftir finnska fræðimenn.
Í upphafi ritgerðarinnar er aðdragandi bankakreppunnar rakinn, frá upphafi níunda áratugarins fram að falli. Hvað það var sem varð þess valdandi að bankakerfið lenti í eins miklum erfiðleikum og raun bar vitni.
Þá er farið yfir viðbrögð stjórnvalda við áfallinu, auk þess sem litið er á viðbrögð almennt við áföllum í Finnlandi, sér í lagi efnahags- og pólitískum áföllum. Auk þess að gera stuttan samanburð á ferli þjóðanna í Evrópusamrunanum, allt frá EFTA aðild til umsóknar að Evrópusambandinu.
Í verkefninu geri ég svo samanburð á pólitíkinni milli landanna, og ber saman ríkisstjórnir landanna. Þá spilar aðild og reynsla Finna í Evrópusambandinu stóran þátt.
Undir lokin geri ég svo samanburð á atvinnuleysi milli landanna, en atvinnuleysið reyndist vera eitt þrautseigasta og erfiðasta verkefni sem Finnar fengust við í kjölfar kreppunnar. Fram kemur að atvinnuleysið á tímabili yfir 20% á landsvísu í Finnlandi, og það dróg hægt úr því í kjölfar inngöngu í Evrópusambandið 1995.
Í stuttu máli er svo niðurstaðan sú að kreppurnar í löndunum tveimur hafi verið keimlíkar að mörgu leyti, þó ein 17 ár skilji þær að. Mikið fjárstreymi erlendis frá, hátt gengi gjaldmiðilsins og óhóflega lánataka einstaklinga og fyrirtækja árin fyrir kreppu er samnefnari milli landanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
forsida_urdrattur.pdf | 92.29 kB | Opinn | Forsíða, titilsíða og útdráttur | Skoða/Opna | |
klj_ritgerd.pdf | 638.44 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |