Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50968
Börnin á Sævarenda, hryllingsmynd í fullri lengd, fjallar um unglingsstelpuna Ölbu. Hún býr við mikið ríkidæmi með foreldrum sínum í Garðabæ. En þrátt fyrir að fá allt veraldlegt sem henni gæti langað í þá býr hún undir harðri stjórn foreldra sinna. Þau vilja stjórna Ölbu og hennar lífi algjörlega. Æskuvinkona Ölbu, Magnea, er myrt á mjög ógeðfelldan og hryllilegan hátt og Alba, sem hefur misst samband við hana undanfarin ár flækjist inn í morðrannsóknina. Vinkonuhópur Magneu vilja halda því fram að Alba hafi myrt hana vegna þess að hún sé ástfangin af Magneu og að sú ást hafi ekki verið endurgoldin. Á sama tíma eru mörk hins raunverulega og óraunverulega að taka yfir daglegt líf hennar Ölbu. Hún sér skrítnar sýnir í hverju horni, sýnir sem hafa hrellt Magneu áður en hún dó. Alba fer að rannsaka málið sjálf en það virðist tengjast gömlum bæ sem mamma hennar ólst upp á, Sævarenda.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Börnin á Sævarenda_LHÍ_2025.pdf | 1,02 MB | Lokaður til...31.01.2075 | Heildartexti |