Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50999
Tilgangur þessarar ritsmíðar er að skoða og greina birtingarmynd fjölmiðla af kvenkyns frambjóðendum í aðdraganda alþingiskosninganna á Íslandi árið 2024. Markmið verksins er að greina og meta hvort finna megi ummerki um kynbundið ójafnvægi í fréttaflutningi sjónvarpsfrétta í garð kvenkyns frambjóðenda. Meginþungi rannsóknarinnar byggist á innihaldsgreiningu á kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins (RÚV) og Stöðvar 2 tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar þar sem umfjallanir um stjórnmál og stjórnmálafólk voru skoðaðar. Í ritgerðinni er stuðst við kenningar um speglun fjölmiðla, innrömmun og staðalímyndir í því skyni að greina birtingarmynd kvenframbjóðenda í fjölmiðlum þegar svo stutt var í kosningarnar.
Helstu hugtök sem koma fram í ritgerðinni eru stjórnmál, fjölmiðlar, jafnrétti, kynbundið ójafnvægi, frambjóðendur, stjórnmálafólk, stjórnmálamaður, stjórnmá innrömmun, speglun, staðalímyndir, mjúk og hörð málefni. Tilgáta ritgerðarinnar er sú að birtingarmynd kvenkyns frambjóðenda sé minni en starfsbræðra þeirra þegar kom að fjölmiðlum. Niðurstaða greiningarvinnu rannsakara styður þessa tilgátu og leiðir m.a. í ljós að stjórnmálakonur fengu að jafnaði skemmri tíma í orði, birtust síður þegar kom að myndbirtingu og voru almennt minna sýnilegar þegar kom að málefnum sem talin eru hörð. Þótt ekki sé um afgerandi mun að ræða, gefur niðurstaða ritgerðarinnar til kynna ákveðið mynstur sem bendir til að kynbundið ójafnvægi sé til staðar hjá ofangreindum miðlum. Þessi niðurstaða er í samræmi við aðrar rannsóknir um sama efni sem hafa sýnt fram á að fjölmiðlar eiga að einhverju leyti þátt í að viðhalda og ýta undir kynbundið ójafnvægi milli kynjanna í opinberri umræðu.
This thesis examines the representation of female politicians in news in Icelandic television during the 2024 parliamentary elections. The aim is to explore whether gendered power imbalances are reflected in news coverage and how stereotypical portrayals may influence the visibility of women in politics. The research is based on a content analysis of evening news for broadcasts from RÚV and Stöð 2 between November 16th and 29th in 2024. The theoretical farmwork draws on concepts such as media reflection theory, framing and stereotypes, with key terms drawing including politics, equality, media, gender power and political representation.
The main hypothesis was that female politicians receive less visibility than their male co-partners in news coverage. The findings support this hypothesis that on average women were given less time to speak, appeared less in visual content and were featured in fewer interviews. Although the differences are not large, they follow a consistent pattern that aligns with previous research on media bias and gender inequality. The study also indicates that traditional news reporting continues to reinforce certain gendered dynamics and power relations in public sphere, despite an overall emphasis on equality in Icelandic society.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| IngaMWaren_BA_lokaverk.pdf | 999,08 kB | Opinn | Skoða/Opna |