en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5100

Title: 
  • Title is in Icelandic Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi fjallar um rannsókn höfundar á spurnarfærslu í máli Gunnu. Fylgst var með Gunnu á aldursbilinu 1;10:26-2;8:0. Mál hennar var tekið upp á stafrænt upptökutæki og voru segðir hennar svo skráðar niður og flokkaðar með það að markmiði að skoða þróun spurnarsetninga í máli Gunnu og þá einkum spurnarfærslu. Þar sem spurnarfærsla er flókið setningafræðilegt ferli sem byggir á ýmsum færslum, bæði spurnarorðs og sagnar er hún talin áhugavert viðfangsefni þeirra sem fást við rannsóknir á barnamáli. Fyrri rannsóknir sýna að börn gera yfirleitt ekki villur í spurnarfærslu og um leið og spurnarorðs verður vart í spurnarsetningum þeirra, birtist það á réttum stað, þ.e. fremst í setningu. Niðurstöður sýndu að Gunna fylgdi hefðbundnu mynstri í þróun spurnarsetninga sinna hvað varðaði notkun spurnarorða og sagnfærslu í spurnaraukasetningum. Í fyrstu alhæfði Gunna spurnarorðið hvað á flestar hv-spurningar. Gunna beitti ávallt spurnarfærslu í tengihaus og sagnfærslu í beygingarhaus í hv-spurningum sínum. Svipaði niðurstöðum mjög til niðurstaða rannsóknar Sigríðar Sigurjónsdóttur (1987/1991) á spurnarsetningum í máli tveggja íslenskra barna. Sá regluleiki sem endurspeglast í máltöku barna rennir enn frekar stoðum undir þá kenningu að málhæfni sé meðfædd og að börn hafi hæfileika til að tileinka sér og greina á milli margvíslegra málfræðilegra reglna mjög snemma á ævinni.

Accepted: 
  • May 10, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5100


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA10.5.2010.pdf470.64 kBOpenHeildartextiPDFView/Open