Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/51014
Skallagrímsson
Á meðan valdajafnvægi Íslands færist úr skorðum á landnámsöld —og spennan magnast milli goða og bænda— dragast synir útlaga, útskúfaðar mæðgur af norskri aðalsætt og afkvæmi óvina inn í blossandi illdeilur sem ógna því að brjótast út í styrjaldir og blóðsúthellingar. Í hringiðunni miðri er ungur drengur sem glímir bæði við væntingar foreldra sinna og óútskýrða arfgenga ofsareiði —kraftur sem getur annaðhvort gert hann að skáldi og sáttasemjara, eða vígamanni og tortímandi afli sem mun fella heilar ættir og konungsveldi.