en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5102

Title: 
  • Title is in Icelandic Sá markaðurinn hrunið fyrir?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessu rannsóknarverkefni var leitast við að svara þeirri spurningu hvort að markaðurinn hafi séð hrun íslensku bankanna fyrir. Skoðun á því hvernig markaðurinn hefur sögulega hagað sér í aðdraganda fjármálakreppa leiddi í ljós að hann hefur jafnan miðlað upplýsingum um neikvæðar framtíðarhorfur á skilvirkan hátt og ákveðnir fyrirboðar hafa sést á markaðnum. Sett var fram sú tilgáta að markaðurinn hafi verið skilvirkur í aðdraganda hrunsins á Íslandi og að markaðsverð hafi endurspeglað upplýsingar um neikvæðar framtíðarhorfur fjármálakerfisins. Raunveruleg hegðun markaðarins var borin saman við tilgátuna og þar sem hún reyndist vera önnur en eðlilegt mátti teljast var leitast við að finna skýringar á þeim mun. Niðurstaðan er sú að markaðurinn var skilvirkur. Framan af var hegðun hans í samræmi við hegðun skilvirkra markaða. Undir lokin fór hann þó alvarlega út af sporinu, en meginskýringin á því felst í aðgerðum bankanna sjálfra sem stunduðu óeðlileg viðskipti í þeim tilgangi að hafa áhrif á verðmyndum markaðarins. Umfang slíkra viðskipta var orðið mikið skömmu fyrir hrun og brenglaði verðmyndum á markaði afar mikið. Það var ekki fyrr en með innkomu ríkisins í Glitni undir lok september sem að markaðurinn hrökk í eðlilegan gír aftur.

Accepted: 
  • May 11, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5102


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MSHjorleifurPalsson.pdf1.2 MBOpenHeildartextiPDFView/Open