is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5103

Titill: 
 • Starfskjör og starfsánægja íslenskra leikskólakennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið verkefnisins er að svara tvíþættum rannsóknarspurningum, annarsvegar hvort íslenskir leikskólakennarar séu ánægðir í starfi og hins vegar hvort kjörum þeirra sé fylgt eftir af vinnuveitendum.
  Í verkefninu er fjallað um starfsánægju, helstu kenningar starfsánægju, mat á starfsánægju og fyrri rannsóknir á hugtakinu. Auk þess sem saga íslensks leikskólastarfs er rakin, fjallað er um starfsemi Félags íslenskra leikskólakennara og kaup og kjör félagsmanna. Rannsóknin sem er megindleg nær til faglærðra leikskólakennara í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, á Akranesi og Selfossi. Rafrænn spurningalisti sem byggður er á kenningum og mælitækjum starfsánægju var sendur til faglærðra leikskólakennara í þessum byggðarlögum. Svör bárust frá 371 leikskólakennara og var svarhlutfallið 54%.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að íslenskir leikskólakennarar eru almennt ánægðir í starfi. Þeir fimm þættir sem leiddu helst til ánægju þátttakenda í starfi voru vinnufélagarnir, verkefnin sem starfið felur í sér, árangur í starfi, starfsöryggi og að hafa ábyrgð. Þeir fimm þættir sem hins vegar ollu helst óánægju meðal þátttakanda voru laun og kjör, hávaði og álag, vinnuumhverfið, ímynd starfsins og stjórnunin. Rannsóknin leiddi auk þess í ljós að þeir leikskólakennarar sem starfa í leikskólum með færri en fimm deildir sem staðsettir eru úti á landsbyggðinni eru líklegri til að vera ánægðir í starfi.
  Í flestum tilfellum voru starfskjör þátttakenda samkvæmt kjarasamningi en 88,3% þátttakenda töldu laun faglærðra leikskólakennara of lág. Í flestum tilfellum var undirbúningstími þátttakanda virtur en þó var oftar brotið á rétti þátttakanda sem sinntu ekki stjórnunarstöðu s.s. deildarstjórn eða leikskólastjórnun. Þátttakendur fengu í flestum tilfellum lögbundinn kaffitíma en tæplega helmingur þátttakenda fékk þann hlífðarfatnað sem kveðið er á um í kjarasamningum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á áhrifaþætti ánægju og óánægju í leikskólastarfi og gefur því m.a. stjórnendum leikskóla og leikskólakennurum kost á að bæta leikskólastarf í íslenskum leikskólum og viðhalda góðu leikskólastarfi. Auk þess sem upplýsingar um starfskjör leikskólakennara geta gefið Félagi íslenskra leikskólakennara og öllum íslenskum leikskólakennurum kost á að fyrirbyggja að á rétti þeirra sé brotið.

Samþykkt: 
 • 11.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms ritgerð mannauðsstjórnun.pdf1.91 MBLokaðurHeildartextiPDF