is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51054

Titill: 
  • Rétturinn til að anda að sér hreinu lofti : lög og reglur um loftgæði með áherslu á svifryksmengun vegna umferðar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber heitið: Rétturinn til að anda að sér hreinu lofti. Lög og reglur um loftgæði með áherslu á svifryksmengun vegna umferðar. Hér er leitast við að kortleggja lagaverk er varðar loftgæði á Íslandi og svara við spurningunum: Hver skal sjá til þess að svifryksmengun fari ekki yfir viðmiðunarmörk loftgæða? Hver hefur vald til að minnka eða koma í veg fyrir svifryksmengun vegna umferðar? Er þörf á breytingum á regluverki loftgæða utanhúss?
    Hér á landi taka flestir hreinu lofti sem sjálfsögðum mannréttindum. Rétturinn að heilnæmu umhverfi og þar með talið hreinu lofti er hvergi lögfestur hér á landi en þó eru að finna ákvæði í lögum er varða loftmengun og loftgæði. Þessi ákvæði eru á víð og dreif í nokkrum lögum en flestallar reglugerðir sem hafa með loftgæði og styrk loftmengunarefna í andrúmslofti, sækja lagastoð sína í lög nr. 7/1998 um hollustu og mengunarvarnir. Loftgæði snúast um nærumhverfi fólks þó svo að loftmengun geti einnig borist að úr mikilli fjarlægð. Svifryksmengun frá umferð veldur skaða á heilsu fólks og ótímabærum andlátum. Ein aðal orsök svifryksmengunar frá umferð er vegna notkunar nagladekkja, en þrátt fyrir það hafa sveitarfélög ekki heimild til að leggja gjöld á nagladekk innan staðarmarka sinna. Nagladekkjagjöld hafa sýnt sig virka í Noregi þar sem dregið hefur verulega úr notkun nagladekkja frá því á tíunda áratug síðustu aldar, en notkun nagladekkja í Reykjavík og nágrenni er mun meiri heldur en í flestöllum stærri bæjarfélögum í Noregi.
    Helstu niðurstöður eru þær að sveitarfélögum ber að sjá til þess að svifryksmengun fari ekki yfir viðmiðunarmörk en þau hafa samt sem áður takmörkuð völd til að takmarka svifryksmengun vegna umferðar. Er það sérstaklega vegna þess að þau hafa ekki veghald yfir umferðamestu vegunum í þéttbýli. Vel færi á því að sameina ótal reglugerðir í eina reglugerð um loftgæði og útbúa ný lög um loftgæði þar sem skýrt væri kveðið á um ábyrgð og fleira.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is titled: "The Right to Breath Clean Air. Laws and Regulations on Air Quality with an Emphasis on Particulate Matter Pollution from Traffic." It aims to map out the legislation concerning air quality in Iceland and to address the following questions: Who is responsible for ensuring that particulate matter pollution does not exceed the air quality standards? Who has the authority to reduce or prevent particulate matter pollution from traffic? Is there a need for changes to the regulations for ambient air quality?
    People in Iceland consider clean air a fundamental human right. Although the right to a healthy environment, including clean air, is not explicitly enshrined in national law, provisions related to air pollution and air quality can be found scattered across various legal statutes. These provisions are primarily rooted in the Laws on Public Health and Pollution Control No. 7/1998. Air quality concerns relate to the immediate environment of individuals, although air pollution can also be transported over long distances. Particulate matter pollution from traffic causes harm to health and leads to premature deaths. A major source of traffic-related particulate matter pollution is the use of studded tires; however, municipalities lack the authority to impose charges on studded tires within their jurisdictions. Such charges have proven effective in Norway, where they have significantly reduced studded tire use since the 1990s. In contrast, the use of studded tires in Reykjavík is considerably higher than in most larger Norwegian municipalities.
    The key findings are that municipalities are responsible for ensuring that particulate matter pollution does not exceed the standards. However, their powers to limit traffic-related particulate pollution are limited, especially since they do not have authority over the main roads within urban areas. It would be beneficial to consolidate numerous regulations into a single air quality regulation and to enact a new air quality law explicitly outlining responsibilities and other relevant provisions.

Samþykkt: 
  • 19.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgerður_RITGERDIN.pdf1,65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna