Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5106
Viðfangsefni rannsóknarritgerðar þessarar er að skoða hvernig þekkingarskýrslur eru notaðar hjá leikskólum Reykjavíkurborgar. Settar voru fram þrjár rannsóknarspurningar og rannsókn síðan gerð með eigindlegri aðferðafræði. Viðtöl voru tekin við 11 þátttakendur í desember 2009. Þýði rannsóknarinnar voru leikskólastjórar og starfsmenn Leikskólasviðs Reykjavíkur og úrtak voru 10 leikskólastjórar og einn starfsmaður Leikskólasviðs.
Ritgerðin skiptist upp í tvo hluta, fyrri hlutinn kemur inn á fræðilega umfjöllun um þekkingu, þekkingarstjórnun, þekkingarskýrslu og rannsóknir á þekkingarstjórnun. Í síðari hlutanum er fjallað um rannsóknina, viðtöl við þátttakendur og niðurstöður úr þeim.
Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvers vegna leikskólar gera starfsáætlanir og hvernig mat á starfi leikskólans fer fram. Einnig að kanna hvað þekkingarauður er í hugum viðmælenda því hann er grunnurinn að þekkingarskýrslu.
Helstu niðurstöður voru að þekkingarauðurinn liggur að mestu í starfsfólki leikskólanna en einnig getur hann legið í nærumhverfi leikskólans. Starfsáætlanir eru gerðar fyrir alla er koma að starfi leikskólans og er hlutverk þeirra að upplýsa um starfsemi hans. Starf leikskóla er metið reglulega og eru niðurstöður settar fram í starfsáætlun. Gert er innra og ytra mat þar sem starfsfólk gerir innra matið en rekstraraðilar það ytra. Niðurstöður eiga síðan að koma fram í starfsáætlun en svo er ekki í öllum tilvikum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS ritgerðin mín.pdf | 1.42 MB | Lokaður | Heildartexti |