is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5111

Titill: 
 • Munaðarvörur á Íslandi á 18. og 19. öld og viðhorf til þeirra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Munaður var talinn tengjast óhófi og óþarfa áður fyrr, en viðhorf til munaðar áttu sér rætur í kristilegu siðferði og rótgrónum viðhorfum til þjóðfélagsstétta. Embættis- og menntamenn 18. aldar gagnrýndu munaðarneyslu landa sinna en þeirri gagnrýni var í raun beint gegn alþýðunni en ekki heldra fólki. Sjá má að vörur er lengst af voru aðeins á færi yfirstéttarfólks að eignast urðu aðgengilegar alþýðunni er leið á 19. öld. Þá varð bylting í mataræði landsmanna, bæði hvað varðar hráefnið, matreiðslutækni og neysluvenjur
  Til skamms tíma voru munaðarvörur einkum ætlaðar heldra fólki eins og sjá má af skrifum íslenskra menntamanna á 18. og fram eftir 19. öld. En þótt 18. aldar hugmyndir, um lögbundnar takmarkanir á aðgengi að munaði eftir stéttum, hafi látið undan síga á 19. öld, þá var samt menningarlega skilyrt tregða hjá almenningi gagnvart munaðarvörum. Alþýðan keypti mest kunnuglegar vörutegundir (þ.e. hefðbundinn munað á borð við kaffi, sykur og tóbak), en menntaðri landar þeirra er margir höfðu dvalist erlendis kusu gjarnan sambærilegar vörur og fólk með svipað menntunarstig í Evrópu. Þannig myndast ákveðin skil milli innlendrar alþýðu og innlendra borgara er hlotið hafa erlenda menntun og að einhverju leyti félagslega mótun.
  Þrátt fyrir nokkuð stöðuga gagnrýni á neyslu t.d. kaffis, sykurs og tóbaks frá 18. öld má greina viss merki um viðurkenningu þeirra sem nauðsynja eftir miðja 19. öld. En það virðist hafa verið vegna þess að mikil útbreiðsla og almenn neysla þeirrra var orðin staðreynd. Menn höfðu líka áttað sig á gildi tolla (þ.e. neysluskatta) til að stýra neyslu.
  Umræður um möguleika og/eða þörf á innflutningstollum hófst með stjórnarfrumvarpi 1865 og árin 1871,1875 og 1889 voru sett lög um tolla á áfengi, tóbak, kaffi og sykur. Í umræðum um málið komu nokkuð skýrt fram ólíkir hagsmunir þeirra er lifðu á landbúnaði og hinna er höfðu framfæri sitt á einhvern hátt af sjávarútvegi og/eða verslun. Sjónarmið bænda urðu að nokkru leyti undir.
  Verslanir kaupmanna voru ennþá með fornu sniði um 1870 en upp úr því tók þetta að breytast samfara vaxandi notkun kaupmanna á auglýsingum í blöðunum til að kynna væntanlegum kaupendum vöru sína.

Samþykkt: 
 • 11.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurdur_Hogni_Sigurdsson_BA_ritgerd.pdf294.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna