Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/51117
LEG og hefðbundin handritagerð : hvernig fylgir eða brýtur verkið LEG hefðbundnar reglur um handritagerð samkvæmt Aristóteles?
Þessi ritgerð fjallar um handritagerð fyrir þá sem hafa aldrei áður skrifað handrit. Útskriftarnemar í leikaranámi við Listaháskóla Íslands hafa fengið það verkefni í hendurnar síðustu ár að frumflytja verk sem nemendur skrifa sjálfir. Höfundur þessa ritgerðar átti í miklum erfiðleikum með þetta verkefni, þess vegna ákvað hann að framkvæma þessa rannsókn, til þess að vonandi aðstoða útskriftarnema framtíðarinnar. Hvaða má og hvað má ekki í handritagerð? Hér verður ritið "Um Skáldskaparlistina" eftir Aristóteles tekið fyrir og sett í samhengi við önnur leikverk samtímans. Þetta rit fjallar á kerfisbundinn hátt um handritagerð sem og önnur og listform og hefur þjónað sem stólpi í leikritun í meira en tvö þúsund ár. Útskriftarverkefni höfundar, LEG, eftir Hugleik Dagsson verður einnig tekið fyrir og sett í samhengi við hefðbundna leikritun grísku harmleikjanna. Þannig mun höfundur skoða tvær ólíkar nálganir á leikritun sem að báðar nutu mikilla farsælda á sínum tíma. Höfundur mun einnig skoða módernisma, absúrdisma og póstmódernisma út frá leikritun og greiningu til þess að ná betur utan um reglur og siði í handritagerð.
| Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
|---|---|---|---|---|---|
| BA ritgerð Stefán Kári Ottósson.pdf | 428,82 kB | Open | Complete Text | View/Open |