Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51122
Mígreni er flókinn tauga – og æðasjúkdómur og meingerð hans má m.a. rekja til virkjunar þríhöfða taugarinnar. Er hún ein af helstu brautum sársaukaskynjunar í heila. Mígreni hrjáir allt að 15% fullorðinna, þannig er talið að meira en einn milljarður einstaklinga þjáist af mígreni og er það algengara á meðal kvenna en karla. Tíðni og eðli mígreniskasta er mismunandi á milli sjúklinga. Allt sem truflar jafnvægi líkamans getur framkallað mígreni má þar t.d. nefna hormónasveiflur, óreglulegan svefn, stress, umhverfisþætti, mataræði eða lyf. Mígreni er arfgengur sjúkdómur og fundist hafa yfir 100 erfðaþættir sem tengjast áhættu á þróun sjúkdómsins.
Vitað er að æðavíkkandi taugapeptíðið CGRP (Calcitonin gene-related peptide) leikur lykilhlutverk í mígreni. CALCA (Calcitonin related polypeptide alpha) genið tjáir fyrir próteininu CGRP sem veldur einnig taugabólgum. Í víðtækri erfðamengisleit finnskrar rannsóknar fannst fjöldi erfðabreytileika á CALCA svæðinu á litningi 11 sem tengdust mígreni.
Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hvernig þessir erfðabreytileikar gætu haft áhrif á genatjáningu CALCA sem aftur gæti útskýrt áhættuaukningu á mígreni. Í verkefninu var RNA frá blóði og fitu breytt yfir í cDNA og tjáning CALCA gensins skoðuð með Sanger raðgreiningu í þeim. Niðurstöður verkefnins benda til þess að tveir erfðabreytileikar á stjórnsvæði gensins sýni fylgni við aukna tjáningu CALCA og gætu því haft áhrif á áhættu á mígreni.
Migraine is a complex neurological and vascular disease, and its pathogenesis can be traced to the activation of the trigeminalovascular system, but the trigeminal nerve is one of the main pathways for pain perception in the brain. The prevalence of migraine is up to 15% in adult populations, thus it is estimated that more than one billion individuals suffer from migraine and it is more common among women than men. The frequency and presentation of migraine attacks varies between patients. Anything that disrupts the body's balance can trigger migraine, including hormonal fluctuations, irregular sleep, stress, environmental factors, diet, or medication. Migraine is a heritable disease and over 100 sequence variants have been found to associate with risk of the disease. The vasodilating neuropeptide a-CGRP is known to play a key role in migraine. The CALCA gene expresses the protein a-CGRP, which also causes neuroinflammation that has been connected to migraine. In a genome-wide association study (GWAS) by FinnGen, several sequence variants in and near the CALCA gene were found to be associated with migraine. The aim of this project was to examine in more detail how genetic variations in the CALCA region could affect the gene expression and whether it could explain the increased risk of migraine. In this project, RNA from blood and adipose was converted to cDNA and the CALCA gene expression analysed by Sanger sequencing. The results point to two genetic variations in the promoter region of the gene that show association with increased expression of CALCA, perhaps explaining its association with migraine.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Stella_LOK1312_BSc_migreni.pdf | 3,1 MB | Lokaður til...31.03.2030 | Heildartexti | ||
| Efnisyfirlit.pdf | 61,67 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
| Þakkarorð.pdf | 25,47 kB | Opinn | Skoða/Opna | ||
| Heimildaskrá.pdf | 72,29 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |