en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5116

Title: 
 • is Vogunarsjóðir
Abstract: 
 • is

  Fjármálakerfið er orðið miklu flóknara en áður var og raunar telja margir að það sé orðið hættulega flókið og ógagnsætt. Hér á eftir verður fjallað um svokallaða vogunarsjóði (e. hedge funds) sem hafa verið mjög áberandi í viðskiptalífinu á síðustu árum. Óhætt er að segja að þeir séu misvel þokkaðir en margir virðast trúa því að starfsaðferðir þeirra séu allt að því ósiðlegar og þeir eigi sína sök á fjármálakreppunni sem enn sér ekki fyrir endann á. Hugmyndir hafa verið uppi í Evrópusambandinu um að setja vogunarsjóðum mjög strangar skorður.
  Ritgerðin byrjar á að fjalla um föður vogunarsjóða Alfred Winslow Jones og verður hans ævi rakin, allt frá því er hann fæddist þar til að hann stofnaði fyrsta vogunarsjóð sinn árið 1949. Góð skil verða gerð á helstu verkfærum vogunarsjóða eins og afleiður, skortsölu og skuldsettum yfirtökum og tekin verða dæmi um hvert og eitt.
  Ég færi mig síðan nær nútímanum og tala um kosti, galla og gagnrýni á vogunarsjóði. Ég fjalla aðeins um George Soros sem er einn allra virtasti og þekktasti fjárfestir í heiminum í dag, yfirsýn hans og þekking á fjármálamörkuðum er gífurleg, en þekktastur er hann fyrir að vera maðurinn sem rændi Englandsbanka.
  Næst víkur sögunni að stefnum vogunarsjóða. Þar mun ég tala um helstu og vinsælustu stefnur sjóðanna og frá þeirri umfjöllun fer ég í sjóði sem stóðu sig hvað best árið 2009. Einnig mun ég skoða stærð sjóðanna.
  Gerð verða einnig góð skil á tveimur vogunarsjóðum, Manhattan Investment Fund og Long Term Capital Management en báðir þessir sjóðir fóru mjög illa og mun ég tala um ástæður þess.
  Að lokum verður rætt um framtíðarsýn vogunarsjóða og í hvaða átt þeir munu mögulega stefna og hvernig regluverkið verður í kringum þá.

Accepted: 
 • May 11, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5116


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hin eina rétta.pdf962.29 kBLockedHeildartextiPDF