is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51173

Titill: 
  • Nýting persónugagna í netverslun á Íslandi : Rannsókn á aðferðum og tilgangi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil tækifæri felast í upplýsingaöflun í stafrænum viðskiptum og getur nýting gagna haft áhrif á þjónustu, markaðssetningu og viðskiptatengsl. Í þessari rannsókn var sjónum beint að því hvernig íslenskar netverslanir safna, vinna úr og nýta persónugögn viðskiptavina sinna til að bæta þjónustu og hámarka árangur í markaðsstarfi. Rannsóknin byggði á hálfstöðluðum viðtölum við sérfræðinga í stafrænni markaðssetningu og eigendur netverslana. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að netverslanir nýta margvísleg tól eins og vefkökur, greiningarforrit og söfnun kaupsögu til að sérsníða auglýsingar og bæta upplifun viðskiptavina, en að nýting gagna er oft á frumstigi með takmarkaða stefnumótun til lengri tíma. Einnig kom í ljós að aukin meðvitund um gildi gagnaöflunar og sífellt meiri væntingar viðskiptavina ýta undir þróun í átt að markvissari gagnaöflun og dýpri notkun gagna til að styrkja viðskiptasambönd og auka samkeppnishæfni.

Samþykkt: 
  • 19.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nýting persónugagna í netverslun á Íslandi.pdf889,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna