is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5120

Titill: 
 • Staða bókarinnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bókaútgáfa á Íslandi hefur verið öflug allt frá upphafi, Íslendingar hafa löngum verið talin mikil bókaþjóð og lestur er mikill meðal landsmanna.
  Á undanförnum árum hefur mikil rafræn þróun átt sér stað og spurningar í kjölfarið vaknað um framtíð bókarinnar. Spurningar líkt og hvort hin eiginlega pappírsbók muni lifa af þessa rafrænu þróun eða hvort það verði eitthvað eitt útgáfuform bókarinnar sem verði alveg rafrænt fremur en annað.
  Á vormánuðum árið 2010 framkvæmdi nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands rannsókn á stöðu bókarinnar. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur þriggja sviða innan háskólans. Spurt var spurningar eins og „Hvað lest þú margar bækur á ári?“ og einnig var spurt um notkun hljóðbóka. Rannsakandi hafði áhuga á því hvort að nemendur væru að nýta sér rafbækur til lestrar eða skjábækur. Þá var líka spurt hvað þátttakendur væru hlutfallslega tilbúnir að borga fyrir rafbækur.
  Það voru 383 nemendur sem svöruðu spurningalistanum og voru flestir þeirra að lesa 1-10 bækur á ári en meðaltalið var 3,2 bækur á ári. Meira en helmingur þátttakenda sagðist kaupa bækur fyrir sig sjálfa en yfir helmingur þeirra fær bækur að láni á bókasafni. Minna en 30% þátttakenda sögðust nota hljóðbók, og um 40% höfðu lesið bækur í tölvu en fáir sögðust eiga skjábók eða aðeins 1,9%. Konur sögðust frekar vera tilbúnar að borga hærra verð fyrir rafbók en karlar. Yngra fólk var frekar tilbúið að borga lægra verð heldur en þeir sem eldri voru. Flestir voru tilbúnir að borga allt að 40% - 59% af verði pappírsbókar fyrir sömu bók sem rafbók þegar spurt var um skáldsögur, námsbækur og fræðirit. Aftur á móti sögðust flestir vera tilbúnir að borga minna en 20% af verðinu fyrir barnabækur og tímarit

Samþykkt: 
 • 11.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða bókarinnar.pdf671.48 kBLokaðurHeildartextiPDF