is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51206

Titill: 
  • Mælt með fyrir þig : áhrif streymnisveitna, meðmæla og spilunarlista
á sýnileika, aðgengi og neyslu tónlistar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Streymismódelið, með sínar stafrænu allsnægtir, er á þversagnarkenndan máta að hafa neikvæð áhrif á tónlistarlegan sjóndeildarhring okkar. Hin ósýnilega hönd stafrænu gagnasafnanna hefur hvorki verið byggð upp sem betra tól fyrir neytendur að finna nýtt efni eða tónlistarfólk til þess að ná til breiðari hóps. Fjölbreytni og nýsköpun varðandi það hvernig báðir aðilar gætu notfært sér þessi verkfæri á skilvirkari máta er heldur ekki sjálfgefin afleiðing þessarar þróunar.
    Með vélrænum og ritstýrðum spilunarlistum leitast tónlistarveiturnar eftir því í dag að kynna fyrir notendum sínum nýtt efni sem gæti höfðað til þeirra. Ein af hugmyndunum á bakvið meðmælingarverkfærin er að hámarka þátttöku og neyslu með markaðslega arðbærni að leiðarljósi en það getur verið í ósamræmi við smekk vissra hlustenda og því blekkjandi. Þannig geta þessir hlutir jafnvel brenglað smekk okkar, því þeir eru kynntir fyrir okkur sem hlutlaus meðmæli, en ekki auglýsing. Meðmælin og listakerfið eru á þann veg að valda því að fjölbreytileika þeirrar tónlistar sem kynntur er og uppgötvaður er minni, með sínum eigin útfærslum af algóritmískum bergmálshellum. Hægt er að mæla bæði ákveðna hlutlægni og skoða annars konar áhrif þessu tengdu með hugtökum og hlutum á borð við vinsældarbjögun og síukúlur. Meðfram því að rannsaka hvað er að valda þessu eru tilfallandi áhrif núverandi markaðsmódela á okkar form tónsmíða og tónlistartengingar skoðuð, ásamt mögulegum áskorunum framtíðar þessu tengdu.

Samþykkt: 
  • 19.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árni Húmi Aðalsteinsson - Mælt með Fyrir Þig.pdf923,57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna