is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5122

Titill: 
  • Almannagæði í ferðaþjónustu: Vatnajökulsþjóðgarður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um markaðsbrest í ferðaþjónustu sem á sér stað vegna almannagæða. Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið gríðarlega mikið undanfarin ár og er í dag ein mikilvægasta atvinnugrein landsins. Ferðaþjónustan byggir tilvist sína að miklu leyti á náttúru landsins en náttúran laðar að fjölda erlendra ferðamanna ár hvert. Náttúra landsins flokkast ekki sem einkagæði eins og hin venjulega vara vegna þess að náttúra hefur ekki verð sem myndast á markaði þegar framboð er jafnt eftirspurn. Eðlilegt er að flokka náttúru landsins sem almannagæði en það eru gæði sem ekki er hægt að útiloka aðgang að og gæðin verða ekki fyrir áhrifum af fjölda neytenda. Nú þegar búast má við mikilli fjölgun ferðamanna til landsins á komandi árum er rétt að staldra aðeins við þessa fullyrðingu. Fjölgun ferðamanna getur vissulega haft neikvæð áhrif á náttúru landsins og verður hún því fyrir áhrifum að fjölda neytenda. Þar sem áhersla er lögð á markaðsbrest vegna tilvist almannagæða í ritgerðinni er Vatnajökulsþjóðgarður notaður sem dæmi um almenningsþjóðgarð. Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar voru framfara skref tekin í verndun náttúru landsins. Strangar reglur gilda um nýtingu auðlinda innan þjóðgarðsins og auknar kröfur eru gerðar um aðstöðu og skipulag til að geta tekið á móti ferðamönnum. Í þjóðgörðum erlendis er algengt að einhvers konar gjaldtaka sé notuð. Með gjaldtöku er hægt að takmarka aðgang ferðamanna að náttúrunni innan þjóðgarðsins og hugsanlega er hægt að nota gjaldtöku til að leiðrétta þann markaðsbrest sem á sér stað vegna almannagæða. Í ljósi þess að fjölgun ferðamanna til landsins er staðreynd er nauðsynlegt að mati höfundar að velta fyrir sér þeim möguleika að taka upp gjaldtöku í tengslum við náttúru Íslands. Vandi stjórnvalda felst þá í því að finna út hversu mikil gjaldtakan á að vera til að hún beri árangur.

Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Almannagæði í ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarður.pdf715.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna