is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5124

Titill: 
  • Áhrif verðtryggingar á eignastöðu lífeyrissjóða og getu þeirra til að standa undir skuldbindingum til útgreiðslu á lífeyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er að skoða sögu lífeyrissjóða á Íslandi og þróun eigna þeirra til útgreiðslu á lífeyri eftir að verðtrygging var lögleidd. Sérstaklega er Lífeyrissjóður verzlunarmanna tekinn fyrir sem dæmi vegna stærðar. Verðtrygging er skoðuð út frá fræðilegu sjónarhorni og reynt er að meta skilvirkni hennar á fjármálamarkaðnum. Sjóðsöfnun lífeyrissjóða frá níunda áratugnum er gott dæmi um skilvirkni verðtryggingar og sést það með því að skoða þróun eiginfjárstöðu sjóðanna frá þeim tíma. Lífeyrissjóðir eru með einfalt útlánakerfi og lána flestir sjóðirnir til sjóðfélaga sinna verðtryggð lán frá fimm til fjörutíu ára. Farið verður yfir tryggingafræðilega úttekt sjóðanna og hvernig hún lagaðist á tíunda áratugnum eftir að raunávöxtun sjóðanna var neikvæð lengst framan að. Rætt er um möguleika á afnámi verðtryggingar og hvað tæki við. Einnig er reynt að leggja mat á það hvort fylgni sé á milli verðbólgu og verðtryggingar og vitnað er í skýrslu Seðlabanka Íslands þar sem metin eru áhrif verðtryggingar á skilvirkni peningastefnunnar.
    Niðurstöður höfundar eru þær að ómögulegt er að afnema verðtryggingu í ástandi íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Koma þarf á meiri stöðugleika verðlags og ná fram jákvæðum raunvöxtum á sparifé landsmanna. Lífeyrissjóðir standa vel að vígi en þeir hafa breitt eignasafn og dreifa áhættu bæði með innlendum og erlendum eignum. Það er mat höfundar að lífeyrissjóðir gætu þolað afnám verðtryggingar svo framarlega sem stöðugleiki myndist á fjármálamarkaði og innlánsvextir hækki. Þær forsendur eru ekki ríkjandi eins og sakir standa.

Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL_RITGERD_María Finnsdóttir_AA.pdf570.25 kBLokaðurHeildartextiPDF