Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5130
Virðisstjórnun (VS) er stjórnunarferill sem tengir saman stefnumótun, mælingu árangurs og rekstrarferla svo úr verði úr verði hámörkun virðis. Lítil sem engin umfjöllun hefur verði um virðisstjórnun hér á landi andstætt því sem er í nágrannalöndunum.
Markmið rannsóknarverkefnisins er að draga fram hvort íslensk fyrirtæki nýtti sér virðisstjórnun (e. Value Based Management), af hverju þau eigi að gera það og hvernig þau geta gert það. Rannsóknin er gerð frá sjónarhóli fjármálanna og leitað er svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum. 1. Hvað er virðisstjórnun? 2. Hvaða kröfur gerir virðisstjórnun til fyrirtækja? 3. Hvar standa íslensk fyrirtæki gagnvart þessum kröfum og hvaða möguleikar felast í virðisstjórnun fyrir þau? Kenningar fræðanna um VS voru skoðaðar og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis á notkun og reynslu af virðisstjórnun. Út frá niðurstöðunni er dregið saman hvaða kröfur virðisstjórnun geri til fyrirtækja sem innleiða hana. Þrjú félög HB Grandi , Veritas Capital og BÍF eru athuguð með tilliti til þessara krafna og möguleikar þeirra á að nýta sér virðisstjórnun metnir. Samhliða þessu er gerð spurningakönnun hjá hliðstæðum aðilum (tveir hópar) til samanburðar.
Megin niðurstaða rannsóknarinnar er að virðisstjórnun á fullt erindi við íslensk fyrirtæki. Sérstaklega í dag í umróti uppstokkana og endurskipulagninga. Virðisstjórnunin er einfalt hugtak að skilja sem er ástæðulaust að flækja um of í útfærslu. Það er líklegt er að mörg fyrirtæki séu tilbúinn fyrir virðisstjórnun í dag. Virðisstjórnunin fór fram hjá Íslandi af því skammtímasjónarmiðin sem ríktu á útrásartímanum hleyptu henni ekki inn á dagskrána.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS Lokaritgerd GIH.pdf | 6.67 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |