Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51321
Í þessari ritgerð er rekstur knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur greindur með áherslu á fjárhagslega stöðu deildanna á tímabilinu 2021-2024. Markmið ritgerðarinnar er að greina helstu áskoranir og tækifæri í rekstri þessara deilda. Stuðst var við ársreikninga félaganna og framkvæmd var kennitölugreining þar sem lykiltölur eins og ROA, ROE, veltufjárhlutfalli, eiginfjárhlutfalli, skuldahlutfalli og veltuhraða eigna voru reiknaðar út. Einnig var framkvæmd lóðrétt og lárrétt greining á tekjum og kostnaði. Til viðbótar var aflað eigindlegra gagna í gegnum viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga sem veittu dýpri innsýn í reksturinn.
Helstu niðurstöður benda til þess að rekstur deildanna sé sveiflukenndur og að knattspyrnudeildirnar séu almennt í sterkari stöðu en körfukanttleiksdeildirnar. Tækifæri felast meðal annars í aukinni tekjuöflun, nýjum leiðum til markaðssetningar og samstarfi við fyrirtæki með áherslu á samfélagslega ábyrgð. Áskoranir tengjast einkum óstöðugleika í rekstri, aukinni skuldsetningu og breyttu regluverkefni sem kallar á aukna fagmennsku og stöðugleika í fjárhagsstjórn.
This thesis examines the financial performance of the football and basketball programs of Keflavík and Njarðvík between the years 2021 and 2024. The aim is to identify the main challenges and opportunities in their respective operations. The annual financial statements were analyzed using key financial ratios such as ROA, ROE, current ratio, equity ratio, debt ratio, and asset turnover. Vertical and horizontal analyses of revenues and expenses were also conducted. In addition to quantitative data, qualitative interviews with key decision-makers within the organizations, as well as a professional auditor, provided deeper insights into the financial realities of each program. The findings indicate that the financial performance of the programs are volatile and that the football programs are generally in a stronger position than the basketball programs. Opportunities include increasing revenue through new streams, adopting innovative marketing strategies, and forming partnerships with businesses that emphasize social responsibility. The main challenges relate to persistent instability in revenues and expenses, a lack of profitability that hinders the ability to finance operations without increasing debt levels, and a changing regulatory environment that will require greater financial expertise and professionalism in each program´s financial management.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Lokaverkefni 2025 Alexandra Eva .pdf | 2,72 MB | Lokaður til...01.04.2050 | Heildartexti |
Athugsemd: Ég var svo heppin að stjórnendur íþróttafélaganna gáfu mér aðgang að ársreikningum þeirra sem annars eru ekki opinberir. Ég óska því eftir því að aðgangur að lokaverkefninu verður lokaður