is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5134

Titill: 
 • Upplifun lögreglumanna af starfsmannastefnunni
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að kann hvernig lögreglumenn upplifi að
  starfsmannastefnunni sé fylgt eftir. Ritgerðinni er ætlað að varpa ljósi á hvaða þáttum
  starfsmannastefnunnar þyrfti að sinna betur en sumarið 2010 verður núverandi
  starfsmannastefna endurskoðuð og því fellur rannsókn sem þessi vel að slíkri vinnu og
  niðurstöður gætu reynst gagnlegar.
  Fyrirfram var lagt af stað með að hægt væri að sinna sumum þáttum starfsmannastefnu
  lögreglunnar á markvissari hátt til að stuðla að enn betra vinnuumhverfi lögreglumanna.
  Gögnum í rannsóknina var safnað með spurningalista sem hannaður var og notaður til að
  mæla viðhorf þátttakenda. Spurningalistinn var sendur út á alla lögreglumenn innan
  Landssambands lögreglumanna um allt land.
  Niðurstöðurnar rannsóknarinnar benda til þess að lögreglumenn upplifi að mörgum þáttum
  starfsmannastefnunni sé almennt vel framfylgt. Þó upplifa þeir að sumum þáttum sé ekki
  nægilega vel framfylgt. Í fyrsta lagi eru það þættir sem snúa að nýliðum; fjórðungur (25%)
  taldi sig hafa verið mjög eða frekar illa leiðbeint er þeir hófu störf . Fimmtungur (19,9%)
  töldu sig hafa verið mjög eða frekar illa meðvitaðir um hvað fólst í störfum þeirra er þeir hófu
  störf. Þess ber þó að geta að lögreglumenn sem hófu störf fyrir 1. janúar 2004 upplifðu þetta í
  meiri mæli. Í öðru lagi er það starfsumhverfið en lögreglumenn upplifa að jafnrétti kynjanna
  sé ekki nægilega vel gætt þegar verkefnum er úthlutað og eru það fyrst og fremst konur sem
  upplifa það. Einnig taldi um þriðjungur (29,1%) sig hafa orðið fyrir einelti, einu sinni eða
  oftar og almennt töldu þeir sem áttu í hlut að ekki hafi verið tekið vel á málunum.
  Þriðji þátturinn snýr að hvatningu yfirmanna; bæði til heilsuræktar og vellíðanar og
  starfsþróunar. Um þriðjungur sem svöruðu könnuninni (32,7%) töldu sig fá mjög eða frekar
  litla hvatningu til að efla heilsurækt og vellíðan en það er athyglisvert að eftir því sem menn
  eru háttsettari innan lögreglunnar þeim mun meiri hvatningu telja þeir sig fá. Næstum því
  helmingur (44,7%) taldi sig fá mjög eða frekar litla hvatningu til að fara á námskeið eða
  stunda annarskonar þjálfun innan lögreglunnar.
  Almennt virðast lögreglumenn sem hófu störf eftir 1. janúar 2004 upplifa að
  starfsmannastefnunni sé betur fylgt eftir heldur en þeir sem hófu störf fyrir þann tíma.

Samþykkt: 
 • 11.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
starfsmannastefna.pdf431.64 kBLokaðurHeildartextiPDF