is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5136

Titill: 
  • Verðmætamat á neysluvatnsauðlindinni í Heiðmörk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að meta virði neysluvatnsréttindanna í Heiðmörk. Þetta felur meðal annars í sér nákvæma lýsingu á neysluvatnsauðlindinni, það er að segja á vatnsverndarsvæðinu, gæðum neysluvatnsins, vatnsnotkun, framleiðslugetu og heildarvatnsöflun vatnsbólsins. Mat er lagt á virði réttindanna nú og í fyrirsjánlegri framtíð. Þetta krefst aðgangs að gögnum sem til eru um vatnsverndarsvæðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við fyrirtækið.
    Auðlindin er metin á tvo vegu. Í fyrsta lagi er stuðst við svokallaða staðkvæmdaraðferð (e. replacement cost method) sem er ein af verðmatsaðferðum umhverfishagfræðinnar. Aðferðin snýr að því að leggja mat á verðmæti þjónustu sem vistkerfi býður upp á, í þessu tilfelli kalt vatn, með því að meta kostnaðinn við að koma á fót sams konar þjónustu eftir öðrum leiðum. Þannig mætti finna virði neysluvatnsauðlindarinnar í Heiðmörk sem þau útgjöld sem sparast við að þurfa ekki að ná í vatnið annars staðar frá. Sú leið sem ákveðið var að fara í þessari ritgerð, var að flytja vatnstöku höfuðborgarsvæðisins í Engidal við Húsmúla á Hengilssvæðinu. Áætlaður kostnaður við flutninginn er 2,8-3,2 milljarðar íslenskra króna og getur sú tala gefið hugmynd um hvers virði vatnsauðlindin í Heiðmörk er. Í öðru lagi var framkvæmd sjóðstreymisgreining á vatnsveitu Orkuveitu Reykjavíkur en það er aðferð sem gjarnan er beitt við verðmat fyrirtækja. Aðferðin snýr að því að meta framtíðartekjustreymi fyrirtækis sem er núvirt með þeirri ávöxtunarkröfu sem gerð er til rekstrarins. Miðað við gefnar forsendur og 4% ávöxtunarkröfu er hreint núvirði (e. net present value) vatnsveitunnar tæplega fjórir milljarðar.
    Niðurstöðurnar með þessum tveimur aðferðum geta gefið vísbendingu um verðmæti vatnsbólsins í Heiðmörk, annars vegar fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og hins vegar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, miðað við gefnar forsendur. Þegar þær eru túlkaðar ber hins vegar að hafa í huga að aðferðirnar sem stuðst var við eru ekki hafnar yfir gagnrýni auk þess sem beita mætti öðrum verðmatsaðferðum til að fá fram niðurstöðu. Allar aðferðirnar hafa sína kosti og galla en þær sem var stuðst við þóttu gefa skýrasta mynd af verðmæti vatnsveitunnar í Heiðmörk.

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið er kostað af Rannsóknarnámssjóði Rannís, Orkuveitu Reykjavíkur, Garðabæ og Reykjavíkurborg.
Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-Hildur Erna Sigurdardottir.pdf2.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna