is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5143

Titill: 
  • Markaðsleg viðbrögð og frammistaða íslenskra fyrirtækja eftir bankahrun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hrun bankakerfisins, aukin verðbólga og fall gjaldmiðilsins hér á landi hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir skuldastöðu íslenskra fyrirtækja sem mörg hver eru með skuldir í erlendri mynt. Það hefur leitt til þess að mörg fyrirtæki hafa þurft að einblína á hagræðingu í rekstri. Slík hagræðing kemur oft niður á markaðs- og sölustarfi fyrirtækja en rannsóknir hér á landi benda til þess að íslensk fyrirtæki hafi skorið niður í markaðsmálum í kreppunni. Markmið þessarar megindlegu rannsóknar var að kanna hvort fyrirtæki sem séð hafa tækifæri í kreppunni og fjárfest meira í markaðsstarfi en keppinautarnir hafi náð betri árangri eftir hrun bankanna í október 2008. Notast var við spurningalista Srinivasan, Rangaswamy og Lilien sem mælir tengsl frumkvæðis í markaðsaðgerðum og árangurs í samdrætti. Víddirnar sem notaðar voru við mælingar á frumkvæði í markaðsaðgerðum fyrirtækja voru tækifæri í kreppunni, stefnumiðuð áhersla á markaðsstarf, frumkvöðlabragur, slaki í auðlindum og dýpt efnahagslægðar. Niðurstöður benda til þess að 300 stærstu fyrirtæki Íslands telji sig vera að nýta markaðsleg tækifæri sem myndast hafa í kreppunni og að leggja áherslu á stefnumiðað markaðsstarf. Ekki fundust hinsvegar nægilega sterk tengsl við nýtingu þessara tækifæra og slaka í auðlindum. Þá virðist efnahagskreppan hafa haft djúpstæð áhrif á rekstrarhæfi fjölmargra fyrirtækja hér á landi. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að fyrirtæki sem sáu markaðsleg tækifæri í kreppunni og nýttu sér þau með markaðslegum aðgerðum eru líklegri til að sýna betri árangur en önnur hvað varðar vöxt í sölu, markaðshlutdeild, hagnað og heildarframmistöðu fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerd_SigurgeirG_fixed.pdf817.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna