is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5144

Titill: 
  • Markaðssetning háskóla: markaðsmál, ímynd og sóknarfæri : markaðsáætlun Hólaskóla-Háskólans á Hólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einstaklingum sem fara í háskólanám fer ört fjölgandi og eru háskólarnir orðnir meðvitaðir um aukna samkeppni um nemendur, því er margt sem háskólarnir þurfa að hafa í huga þegar kemur að markaðssetningu. Markaðssetning háskóla byrjaði ekki fyrr eftir 1980 en miklar breytingar hafa orðið í umhverfi háskólanna síðustu ár. Áður fyrr var horft á nemendur sem efni sem hægt var að móta, en í dag er horft á nemendur sem helstu viðskiptavini háksólanna.
    Árangur Háskólans á Hólum auk annarra háskóla byggir mikið á ímyndarsköpun og markaðsstarfi á þeim mörkuðum sem þeir starfa á. Háskólar geta lært af reynslu erlendra skóla og rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar á markaðssetningu háskóla erlendis. Þegar kemur að markaðssetningu háskólanna er best að horfa á stofnunina út frá markaðssetningu þjónustufyrirtækja. Nauðsynlegt er hverjum skóla að gera sér grein fyrir ólíkum þörfum og óskum viðskiptavina sinna og meðal stjórnvalda, samhliða því að ná settum markmiðum í rekstri. Þegar vel er að gert uppfyllir háskólin þarfir nemenda og skilar af sér afburðanemendum út í þjóðfélagið. Mikilvægt er að stjórnendur háskólanna greini rekstarumhverfi stofnunarinnar og geri markaðs- og þjónustukannanir, bæði meðal nemenda og starfsfólks innan sinnar stofnunnar, en með því fá þeir skýrari sýn á það starf sem fram fer innan stofnunarinnar. Markaðs- og þjónustukannanir eru gerðar svo hægt sé að bregðast við breytingum á kröfum og áherslum í þjóðfélaginu. Ritgerðin tekur á þjónustuþáttum markaðsfræðinnar og dæmi eru tekin úr starfsemi háskólanna og hvernig háskólar geta nýtt sér þjónustumarkaðsfærði til að efla markaðsstöðu sína.
    Háskólinn á Hólum er staðsettur í Hjaltadal í Skagafirði, þar hefur verið skólahald, nánast óslitið frá stofnun hans árið 1106. Helstu deildir við Háskólann á Hólum eru ferðamála- hesta-, fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Það sérhæfða nám sem skólinn hefur upp á bjóða mun teljast til styrkleika hans og skólinn því ekki í mikilli samkeppni við aðra skóla um samskonar nám, en því er ekki að neita að almenn samkeppni er um nemendur háskólanna. Veikleikar skólans eru sú ímynd sem skólinn hefur, en lengi vel var hann bændaskóli og vill sú ímynd haldast við skólann þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á honum síðustu ár. Mörg tækifæri eru til að efla og auka námsframboð Háskólans á Hólum jafnvel með samstarfi á milli deilda.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-Markaðssetning háskóla-Linda Kristín Friðjónsdóttir-Lokaútlit.pdf947.67 kBLokaðurMarkaðssetning háskóla - heildPDF