is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5147

Titill: 
  • Verkfallsréttur og meðalhóf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkfallsrétturinn kom til í umróti iðnvæðingar og baráttu launþega fyrir grundvallarréttindum í samskiptum þeirra gagnvart vinnuveitendum. Eiga sömu rök við í kjarabaráttu stéttarfélaga í dag og eins og fyrir um 120 árum?
    Í ritgerðinni er lögð áhersla á að fjalla um samningsrétt stéttarfélaga, réttinn til gerðar kjarasamninga og tengsl samningsréttarins við verkfallsréttinn. Skoðað verður hvaða forsendur hafa legið á bak við ákvarðanir sem hafa takmarkað verkfallsréttinn og hvort hægt sé að álykta af þeirri skoðun að mögulegt sé að gera þá kröfu að stéttarfélögin noti verkfallsréttinn með markvissari hætti? Sérstaklega voru skoðuð áhrif meðalhófsreglu í framkvæmd Hæstaréttar Íslands, Mannréttindadómstóls Evrópu og dómstóls Evrópusambandsins. Jafnframt var farið yfir samþykkt lög frá Alþingi sem bönnuðu vinnustöðvanir frá árinu 1985 til 2010 og skýrslur Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
    Helstu niðurstöður voru þær að rétturinn til að fara í verkfall er grundvallaréttur, sem aðeins verður takmarkaður með lögum sem standast skoðun meðalhófsreglu. Þannig er sanngjarnt að gera þá kröfu til stéttarfélaga að þau leggi raunverulegt mat á þá hagsmuni sem verið er að berjast fyrir og þá hagsmuni sem setja á í uppnám, þ.e. annarsvegar hagsmuni vinnuveitandans af tapi vegna vinnustöðvunarinnar sjálfrar og hinsvegar hagsmuni annarra sem að koma til með að þurfa að þola verkfallsaðgerðirnar, án þess að eiga aðild að þeim. Geri þau það ekki geta samningsaðilar vænst þess að réttur þeirra verði takmarkaður með lagasetningu eða lögskipuðum gerðardómi.
    Er ekki eðlilegt að staldra við og spyrja hvort að verkfallsrétturinn hafi og eigi að hafa sama vægi í dag eins í byrjun 20. aldarinnar eða hvort að samfélagið hafi ekki þróast síðastliðna áratugi og væri þannig mögulegt að fara aðrar leiðir til að leysa ágreining stéttarfélaga og vinnuveitenda um kaup og kjör.

Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokautgafa_110510.pdf690.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna