en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/51486

Title: 
  • Title is in Icelandic Jarðvegseiginleikar íslenskra torfbæja og nærliggjandi vistlenda
  • Soil characteristics of Icelandic turf houses and surrounding habitats
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Torfbærinn er órjúfanlegur hluti af íslenskum byggingararfi. Í yfir þúsund ár voru torfbyggingar íverustaður þjóðarinnar. Torfbærinn, og fjölbreytileiki hans, er nú meira og minna horfinn af sjónarsviðinu. Í þessu verkefni eru torfbærinn og jarðvegseiginleikar hans settir á oddinn. Verkefnið er hluti af þverfaglegri rannsókn, Íslenski torfbærinn: vistkerfi, samlíf og arkitektúr, sem hefur það markmið að dýpka skilning á torfbænum sem vistkerfi, með áherslu á efnahringrásir, jarðvegslíf, mosa, fléttur og plöntur, og að nýta þá þekkingu til að endurhugsa sjálfbæran arkitektúr framtíðarinnar. Engar rannsóknir eru fyrir hendi sem hafa beint sjónum að torfbænum sem vistkerfi. Framlag þessa verkefnis er því að varpa ljósi á jarðvegseiginleika torfbæja og leggja grunn að frekari vistfræðilegri greiningu á torfbæjararfinum.
    Í þessu verkefni eru dregnir fram sérstæðir eiginleikar eldfjallajarðar og jarðvegseiginleikar fimm torfbæja kortlagðir. Torfbæirnir eru Laufás við Eyjafjörð, Galtastaðir fram í Hróarstungu, Þverá í Laxárdal, Sænautasel á Jökulsdalsheiði og Selið í Skaftafelli. Jarðvegseiginleikar nærliggjandi vistlenda voru einnig skoðaðir til samanburðar. Mældir voru eftirfarandi eiginleikar jarðvegs: lífrænt efni (glæðitap), kolefnisinnihald (C%), nitur (N%), C/N hlutfall, sýrustig (pH) og rúmþyngd (g/cm3).
    Jarðvegseiginleikar torfbæjanna voru breytilegir, bæði innan bæja og milli þeirra. Þeir reyndust jafnframt að hluta frábrugðnir nærliggjandi vistlendum. Jarðvegsbreytileiki var mestur í Laufási og á Galtastöðum fram, þar sem bæirnir mynduðu mósaík af brúnjörð, svartjörð og mójörð. Þverá, Sænautasel og Selið reyndust einsleitnari. Í torfbænum á Þverá var mójörð ráðandi, en brúnjörð í Sænautaseli og Selinu. Í Sænautaseli og Selinu voru jarðvegseiginleikar torfbæjanna sambærilegir við nærliggjandi graslendi, að undanskildu lágu sýrustigi sem mældist innandyra í Sænautaseli. Í Laufási, Galtastöðum fram og Þverá reyndust torfbæirnir að jafnaði frábrugðnir graslendi og mó- og kjarrlendi. Breytileiki í jarðvegseiginleikum torfbæja er einkum mótaður af uppruna torfsins, staðsetningu þess í byggingunni, aldri og viðhaldi. Umhverfisskilyrði eins og loftslag, hæð yfir sjó, gróðurfar og áfok hafa einnig áhrif á jarðvegseiginleika torfbæjanna.

Accepted: 
  • Sep 10, 2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51486


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
GITG_SKemman_18_08_2025.pdf38,97 MBOpenPDFView/Open