is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5149

Titill: 
 • Menntun eða afmenntun? Grunnskólinn í ljósi þriggja menntakenninga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð fjallar um menntunarhugtakið. Um það verður fjallað út frá
  sjónarhóli nemenda í grunnskólum. Sjónum verður sérstaklega beint að andstæðu
  menntunar eða afmenntunar. Þá verður leitast við að rýna í þrjár menntakenningar með
  hliðsjón af kenningunni um afmenntun og varpa gagnrýnu ljósi á aðalnámskrá
  grunnskóla.
  Menntunarhugtakið verður skilgreint út frá þremur menntakenningum,
  mannkjarnakenningu Guðmundar Finnbogasonar og Páls Skúlasonar, reynslukenningu
  John Dewey og hamingjukenningu Nel Noddings. Þá verða markmið aðalnámskrár
  grunnskóla borin saman við markmið kenninganna. Það lítur út fyrir að markmið
  aðalnámskrár snerti ekki raunverulega stöðu allra nemenda heldur miðist við nokkuð
  einsleitan nemendahóp sem nýtur velgengni í bóklegum fögum. Hinir öðlast ekki
  menntun heldur stundum afmenntun.
  Birtingarmyndir afmenntunar innan grunnskólans eru í formi ‚sjúkdómseinkenna‘ hjá
  nemendum, til dæmis námsleiða, kvíða eða táknbundins ofbeldis. Þau einkenni gefa til
  kynna að það þurfi að huga betur að grunninum. Fjallað verður um afmenntun út frá
  þremur sjónarhornum. Í fyrsta lagi út frá sambandi nemanda og námsefnis, í öðru lagi út
  frá félagslegu sambandi og í þriðja lagi út frá samhengi skóla og samfélags og áhrifum
  þess á nemandann.
  Tilraun verður gerð til þess að leita orsaka afmenntunarinnar með því að rýna aftur í
  kenningarnar í ljósi afmenntunar. Gagnrýni umfjöllunarinnar beinist að viðhorfum sem
  annarsvegar birtast í aðalnámskrá grunnskóla og hinsvegar birtast þau í þvingunum hins
  hefðbundna náms. Að lokum verða færð fyrir því rök að kenning Noddings um
  hamingjuna og hugmynd Deweys um lýðræðislegan lífsmáta eigi fullt erindi inn í
  aðalnámskrá og geti jafnvel unnið gegn afmenntun.

Samþykkt: 
 • 11.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M-paed.pdf526.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna