en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5154

Title: 
 • Title is in Icelandic Fall Íslandsbanka 1930
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er fall Íslandsbanka árið 1930. Aðdragandi og ástæður lausafjárskorts Íslandsbanka eru raktar, auk þess sem lagt er mat á eiginfjárstöðu bankans. Lausafjárstaða bankans er m.a. skoðuð út frá fjármögnun hans með innlánum og skyldum Landsbanka Íslands sem lánveitandi til þrautavara. Af þeim sökum eru kenningar um bankaáhlaup og þrautavaralán settar fram. Aðgerðir stjórnvalda í Evrópu og Bandaríkjunum vegna erfiðleika banka á þessum tíma eru skoðaðar. Farið er yfir mögulegar aðgerðir stjórnvalda hér á landi, til bjargar bankanum.
  Nánari skoðun á falli Íslandsbanka árið 1930 leiðir í ljós að bankanum hafi ekki aðeins skort laust fé heldur einnig eigið fé. Hlutafé hans var orðið verðlaust en svo virðist sem að Íslandsbanki hafi átt fyrir skuldum. Eigið fé bankans tapaðist vegna áhættusamra útlána og gengistaps sem hlaust vegna yfirfærsluskyldunnar og hágengisstefnu stjórnvalda. Lausafjárskortur bankans var að mestu tilkominn vegna ákvarðanna stjórnvalda. Alþingi neyddi Íslandsbanka til að gefa frá sér seðlaprentunarvald sitt og að draga inn seðla sína. Óbein ríkistrygging skulda Landsbankans varð til þess að Íslandsbanki missti innlán í miklum mæli. Í kjölfarið þurfti hann að draga efnahagsreikning sinn saman eða leita annarra leiða til að fjármagna sig. Árið 1926 voru vatnaskil því innlán bankans minnkuðu um næstum 7 milljónir króna næstu 2 árum . Samdráttur útlána, eignasala og ný fjármögnun náði ekki að vega að fullu upp á móti þessum missi. Bankinn hefði getað gengið lengra í samdrætti útlána.
  Stjórnvöld stofnuðu Útvegsbankann tveimur mánuðum eftir að Íslandsbanki féll. Lokun Íslandsbanka olli afskriftum af lánum umfram það sem hefði verið ef bankanum hefði ekki verið lokað. Stofnun Útvegsbankans hafði í för með sér töluverð fjárútlát fyrir ríkissjóð og erlenda kröfuhafa. Stjórnvöld gátu farið aðrar leiðir. Ákvörðun Landsbankans að veita bankanum ekki þrautvaralán var rétt. Sameiginleg fjárveiting var vel álitleg og hefði að öllum líkindum komið betur út en sú leið sem var farin. Ríkisinngrip hefði svipað mjög til sameiginlegrar fjárveitingar. Ekki hefði verið álitlegt að láta bankann fara í þrot. Lánstraust Íslands virðist ekki hafa skaðast og tjón vegna lokunar bankans var að öllum líkindum lítið. Skynsamlegast hefði verið fyrir ríkið að grípa inn í rekstur bankans og tryggja starfshæfi hans með fjárhagslegri endurskipulagningu.

Accepted: 
 • May 11, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5154


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_Fall Íslandsbanka 1930_fixed.pdf859.69 kBOpenHeildartextiPDFView/Open