is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51571

Titill: 
  • Notkun lyfjabrunna við skuggaefnisgjöf með vélsprautu í tölvusneiðmyndatöku á Landspítala: Samanburðarrannsókn, upplifun sjúklinga og verklagstillaga
  • Titill er á ensku The use of implanted chest ports for contrast administration with a power injector during contrast enhanced CT scan in Landspitali University hospital Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Tölvusneiðmyndataka og notkun skuggaefnis hafa haldist í hendur gegnum árin og tekið miklum breytingum þar sem markmiðið hefur yfirleitt verið að bæta þjónustu við sjúklinga. Áður fyrr var skuggaefni handsprautað í æð og gat valdið slæmum aukaverkunum. Í dag er skuggaefni yfirleitt sprautað inn með vélsprautu og veldur sjaldan alvarlegum aukaverkunum.
    Hjá sjúklingum sem glíma við langvinn veikindi eins og krabbamein er oft komið fyrir æðaaðgengi sem hægt er að nota yfir lengra tímabil. Mismunandi tegundir eru til og er lyfjabrunnur ein þeirra. Hann er græddur undir húð, þannig sjúklingar geta haldið sínu daglega lífi áfram en þó verið alltaf með gott æðaaðgengi tilbúið þegar á þarf að halda.
    Árið 2006 kom í fyrsta sinn á markað lyfjabrunnur sem þoldi inndælingu skuggaefnis með vélsprautu. Þar með er hægt að framkvæma allar tölvusneiðmyndarannsóknir með því að nota lyfjabrunn sjúklings til að gefa skuggaefni. Slíkt hefur verið í vinnulagi erlendis, en ekki gert hér á Íslandi þrátt fyrir að tegundir lyfjabrunna sem notaðar eru hér á landi séu vottaðir fyrir slíka notkun.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og líðan sjúklinga af því að fá skuggaefni gegnum lyfjabrunn í stað æðaleggs á Landspítala, skoða myndgæði og skuggaefnisfyllingu þegar gefið er gegnum lyfjabrunn og metið hvort þessir þættir mælist ekki síðri en í fyrri tölvusneiðmynda-rannsóknum þar sem notað var æðalegg til að gefa skuggaefni.
    Efni og aðferðir: Einstaklingum með lyfjabrunn sem áttu beiðni í tölvusneiðmyndatöku af kvið með skuggaefni á Landspítala var boðin þátttaka í verkefninu. Tegund lyfjabrunns þurfti að vera ein af þremur Celsite brunnum frá Braun eða Powerport frá Bard og komu þátttakendur á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11B á Hringbraut til að fá nál í brunninn. Safnað var 30 þátttakendum og þeim gefið skuggaefni gegnum lyfjabrunn í tölvusneiðmyndatökunni. Þátttakendur svöruðu svo spurningalista til að kanna þeirra upplifun og líðan af rannsókninni. Röntgenlæknar lögðu blint mat á skuggaefnisfyllingu og myndgæði myndanna ásamt eldri myndum af kvið frá þátttakendunum þar sem gefið var skuggaefni með æðalegg. Borið var svo saman niðurstöður nýju og gömlul myndanna.
    Niðurstöður: Af 30 þátttakendum var þrisvar ekki hægt að setja skuggaefni í lyfjabrunninn og settur var æðaleggur í olnbogabót. Langoftast, eða í 20 tilfellum fengu þátttakendur skuggaefni með flæðinu 3 ml/s. Einn fékk með flæðinu 2.5 ml/s, þrír með flæðið 2 ml/s og þrír með flæðið 1.8 ml/s. Af þeim 30 sem tóku þátt voru 5 einstaklingar sem tóku þátt tvisvar. Hjá þremur þeirra gekk vel í bæði skiptin. Engin alvarleg atvik komu upp í framkvæmd rannsóknar.
    Spurningalistinn samanstóð af 11 spurningum. Spurt var út í upplifun þátttakanda af því að koma í tölvusneiðmyndatöku, uppsetningu æðaleggs og notkun lyfjabrunns til að fá skuggaefni. Meirihluta þátttakenda þótti betra að fá skuggaefni gegnum lyfjabrunn og myndi velja lyfjabrunninn aftur næst. Við mat á myndgæðum fannst ekki marktækur munur á myndunum hvort sem notaður var æðaleggur eða lyfjabrunnur.Röntgenlæknarnir mældu einnig skuggaefnisfyllingu á myndunum en ekki var marktækur munur á mælingum skuggaefnisfyllingar hvort sem rannsókn var gerð með æðalegg eða lyfjabrunn.
    Ályktun: Hægt er að álykta að upplifun og líðan sjúklinga ásamt myndgæðum og skuggaefnisfyllingu í tölvusneiðmyndatöku af kvið mælist ekki síðri þegar gefið er skuggaefni gegnum lyfjabrunn miðað við þegar gefið var skuggaefni gegnum æðalegg í fyrri rannsókn af kvið.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Computed tomography (CT) and the use of contrast agents have developed hand in hand over the years, with the aim of improving patient care. In earlier times, contrast agents were injected manually into the vein, which could cause severe side effects. Today, contrast agents are generally administered using an automatic injector and rarely lead to serious adverse reactions.
    For patients with chronic illnesses such as cancer, long-term venous access is often established. There are different types of access devices, one of which is the port-a-cath. It is fully implanted under the skin, allowing patients to continue their daily lives while still having reliable venous access available whenever needed.
    In 2006, a port-a-cath that could withstand contrast injection via an automatic injector was introduced to the market for the first time. This made it possible to perform all CT examinations using the patient’s port for contrast administration. Such practices have been implemented abroad, but they have not yet been adopted in Iceland, despite the fact that the types of ports used here are certified for this purpose.
    Aim of the study: The objective of the study was to examine patients’ experiences and well-being when receiving contrast medium through a port-a-cath instead of a peripheral intravenous catheter at Landspítali, to assess image quality and contrast enhancement when administered via a port, and to evaluate whether these factors are comparable to those observed in previous CT examinations where contrast medium was administered through a peripheral intravenous catheter.
    Methods: Individuals with a port-a-cath who had a referral for an abdominal CT scan with contrast at Landspítali were invited to participate in the project. The type of port had to be one of three Celsite ports from Braun or a PowerPort from Bard. Participants attended the day and outpatient unit of the Department of Hematology and Oncology (11B, Hringbraut) to have the port accessed. A total of 30 participants were recruited, and contrast medium was administered through the port at the time of imaging. After the imaging, partitipants answered a questionnaire. Radiologists performed a blinded evaluation of contrast enhancement and image quality, comparing the new scans with older abdominal images from the same participants in which contrast medium had been administered via a peripheral intravenous catheter. The results of the new and previous examinations were then compared.
    Results: Of the 30 participants, contrast administration through the port was unsuccessful on three occasions, and a peripheral intravenous catheter was therefore placed in the antecubital vein. In most cases (20 examinations), participants received contrast at a flow rate of 3 ml/s. One participant received 2.5 ml/s, three received 2 ml/s, and three received 1.8 ml/s. Among the 30 participants, five underwent the procedure twice; in three of these cases, both attempts were successful. No serious adverse events occurred during the course of the study.
    The questionnaire consisted of 11 items addressing participants’ experiences with the CT examination, peripheral intravenous catheter placement, and the use of the port for contrast administration. The majority of participants reported preferring contrast administration through the port and indicated they would choose the port again in the future.
    No statistically significant differences were found between images obtained with a peripheral intravenous catheter and those obtained with a port with respect to image quality. Radiologists also measured contrast enhancement on the images, and again no significant differences were observed between examinations performed with a peripheral intravenous catheter and those performed with a port.
    Conclusion: It can be concluded that patients’ experience and well-being, as well as image quality and contrast enhancement in abdominal CT examinations, are not inferior when contrast medium is administered through a port compared to when it was administered via a peripheral intravenous catheter in previous abdominal studies.

Samþykkt: 
  • 8.10.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Þóra Björk.pdf7,63 MBLokaður til...02.10.2026HeildartextiPDF
2024_Skemman_yfirlysing3TBS.pdf178,08 kBLokaðurYfirlýsingPDF