Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51578
Markmið ritgerðarinnar er að brjóta til mergjar skipulagða brotastarfsemi í víðtækri merkingu. Þá er einnig farið nánar út í þau skilyrði sem uppfylla þarf, til að hægt sé að sakfella á grundvelli 175. gr. a. í lögum nr. 19/1944 um almenn hegningarlög, en uppfylla þarf öll skilyrði sem talin eru upp í ákvæðinu er varðar skipulagða brotastarfsemi.
Þá hafa skipulagðir brotahópar fundir nýjar leiðir til að stunda ólögmæta starfsemi og hafa mörg ríki reynt að fylgja á eftir með ýmsum lausnum til að hindra að starfsemin breiði meira úr sér. Fjallað verður um lögfestingu á Palermó-samningnum, sem er alþjóðlegur milliríkjasamningur Sameinuðu Þjóðanna og hefur meðal annars það að markmiði að festa í sessi fjölþjóðlegt refsiákvæði um skipulagða brotastarfsemi.
Fjallað verður um helstu tegundir frumbrota og einkenni skipulagðrar brotastarfsemi og einnig verður farið út í hvað vanti í íslenskan rétt, er varðar skipulagða brotastarfsemi. Farið er yfir helstu atriði er varðar refsilögsögu skipulagðrar brotastarfsemi og fjallað um alþjóðlega lögreglusamvinnu á milli landa sem hafa sameiginlegt markmið að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi. Ítarleg greining og ályktun verður á dómadæmum sem fjallar um sakfellingu og sýknu á grundvelli 175. gr. a. almennra hegningarlaga í íslenskum rétti.
The main purpose of this thesis is to break down organized crime in a broad sense. It will also go into more detail about the conditions that must be met in order to convict on the basis of Article 175. a. in law. no. 19/1940 on the General Penal Code, but all conditions listed in the provision regarding organized crime must be met.
Organized crime groups have also found new ways to conduct illegal activities, and many states have tried to follow suit with various solutions to prevent the activities from spreading further. There will be focus on the enactment of the Palermo Convention, which is an international intergovernmental agreement of the United Nations and has, among other things, the aim of establishing a transnational criminal code for organized crime.
The main types of predicate offenses and charcteristics of organized crime will be discussed, and what is missing Icelandic law regarding organized crime will also be examined. The main issues regarding the jurisdiction of organized crime will be reviewed and international police coopearation between countries that have a common goal of combating organized crime will be touched on. There will be a detailed analysis and conclusion of court cases that deal with conviction and acquittal on the basis of Article 175. a. of the General Penal code in Icelandic law.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| ML Ritgerð IAI Lokaskjal pdff.pdf | 968,24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |