Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51585
The impact of neglect in childhood on dietary habits among adult women in Iceland. The SAGA cohort.
Bakgrunnur: Áföll og vanræksla í æsku eru alþjóðlegt áhyggjuefni sem tengist heilsufarsvandamálum og skaðlegri heilsutengdri hegðun á fullorðinsárum. Lítið hefur þó verið rannsakað hvort tengsl séu milli áfalla og vanrækslu í æsku og fæðuvenja á fullorðinsárum. Markmið: Að rannsaka tengsl milli vanrækslu í æsku og fæðuvenja fullorðinna kvenna. Aðferðir: Þessi rannsókn byggir á gögnum úr vísindarannsókninni Áfallasaga kvenna (þjóðarúrtak íslenskumælandi kvenna, ≥18 ára), og er þversniðsrannsókn. Þátttakendur svöruðu bæði stöðluðum spurningum um áföll og erfiðar upplifanir í æsku (ACE) og mataræði (N=16.505). Einkenni vanrækslu í æsku voru metin með tveimur spurningum varðandi að hafa ekki alltaf fengið nægan mat þó hann væri til og/eða skort á umönnun vegna fíkni- eða áfengisvanda foreldra. Fæðuvenjur á fullorðinsárum voru metnar með tíðni neyslu á völdum fæðutegundum sem og reglubundnum máltíðum. Niðurstöður: Hlutfallslegur fjöldi þátttakenda sem fengu ekki nægan mat sem börn var 5% og 14% fengu ekki næga umönnun í æsku. Samtals voru 2% þátttakenda sem svöruðu báðum spurningunum játandi. Þátttakendur sem ekki fengu nægan mat sem börn neyttu marktækt sjaldnar reglubundinna máltíða sem fullorðin (≥5x í viku) borið saman við þær sem fengu nægan mat í æsku. Einnig voru marktækt hlutfallslega fleiri af þeim sem ekki fengu nægan mat í æsku sem drukku oft í viku sykraða gosdrykki og orkudrykki (≥5x í viku) en samanburðarhópurinn (7% á móti 4%; 14% á móti 10%) og færri sem borðuðu grænmeti oft í viku (58% á móti 63%). Svipað mynstur sást meðal þátttakenda sem sögðust ekki hafa fengið næga umönnun sem börn miðað við samanburðarhópinn varðandi marktækan mun á neyslu á sykruðum gosdrykkjum, og orkudrykkjum, og færri borðuðu ávexti oft í viku (41% á móti 44%). Meiri munur sást í marktækum mun á reglubundnum máltíðum meðal þeirra sem svöruðu báðum spurningunum um vanrækslu játandi borið saman við þær sem ekki svöruðu játandi en þar sögðust 47% borða morgunmat, á móti 56%, 61% borðuðu hádegismat, á móti 76%, og 85% borða kvöldmat, á móti 92%. Einnig drukku þær marktækt oftar sykraða gosdrykki (9% á móti 4%) og orkudrykki (17% á móti 10%). Ályktanir: Vísbendingar eru um að einkenni vanrækslu í æsku tengist óheilsusamlegra mataræði meðal fullorðinna kvenna. Þörf er á frekari langtímarannsóknum sem skoða sambandið milli mismunandi áfalla og vanrækslu í æsku og lifnaðarhátta á fullorðinsaldri. Mögulegur miðlari þessa sambands getur tengst lægra menntunarstigi og þar með tekjum.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Meistararitgerð - Ósk Matthildur - 15.09.25.pdf | 659,88 kB | Lokaður til...15.10.2026 | Heildartexti | ||
| Yfirlysing_um_medferd.pdf | 313,15 kB | Lokaður | Yfirlýsing |