is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/51588

Titill: 
  • Titill er á ensku Home for kin or career? : exploring return migration of Icelandic citizens
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Alþjóðlegir fólksflutningar hafa betra spágildi fyrir mannfjöldabreytingar í hátekjuríkjum en frjósemi og dánartíðni. Á undanförnum árum hefur aukin athygli beinst að snúbúum – einstaklingum sem snúið hafa heim aftur eftir dvöl erlendis. Þessi ritgerð fjallar um íslenska snúbúa. Rannsóknin byggir á nýlegum gögnum úr könnun á byggðarfestu og búsetuánægju Íslendinga og rýnir í einkenni þeirra sem flust hafa búferlum erlendis og snúið heim aftur samanborið við þá sem ekki hafa búið erlendis á fullorðinsárum. Framkvæmdar voru fimm tvíkosta aðhvarfsgreiningar til að meta líkurnar á flutningshvötunum atvinnumöguleikar á Íslandi, nálægð við vini og fjölskyldu, þátttaka í íslensku samfélagi, að njóta íslenskrar náttúru og ósk um að ala upp börnin á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna mun á milli kynja varðandi ástæður endurkomu til Íslands. Helstu ástæður endurkomu kvenna eru uppeldi barna á Íslandi og löngun til að vera nær vinum og fjölskyldu, en karlar voru líklegri til að nefna atvinnumöguleika á Íslandi sem ástæðu heimkomu. Einnig gefa niðurstöður til kynna að snúbúar hafi hærri menntunarstig en þau sem ekki hafa búið erlendis og hlutfallslega fleiri snúbúar eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Þörf er á frekari rannsóknum á hlutfalli karla og kvenna sem snúa heim vegna eigin atvinnumöguleika í samanburði við atvinnumöguleika maka síns. Umræðan um snúbúa á erindi við íslenskt samfélag því að afskekkt land eins og Ísland getur ekki boðið upp á sömu möguleika til menntunar og fjölmennari lönd. Íslenskt samfélag stólar því að miklu leyti á að Íslendingar flytji erlendis til náms og sérhæfingar. Hátt endurkomuhlutfall Íslendinga hefur skapað grundvöll fyrir félagslegar og efnahagslegar framfarir þar sem alþjóðleg færni, þekking og reynsla hefur reynst þjóðinni til hagsbóta.

  • Útdráttur er á ensku

    International migration is a stronger factor for population changes in high-income countries than fertility and mortality. Recent years have seen an increased attention directed towards return migration – the homecoming of international migrants. This thesis explores return migration of Icelandic citizens. Using recent survey data, the thesis analyses the characteristics of returnees compared to those who have not lived abroad in adulthood. Five logistic regression models were constructed for the following migration drivers: employment opportunities, proximity to friends and family, participation in Icelandic society, enjoyment of Icelandic nature, and child rearing in Iceland. The findings suggest a different trend for men and women. The main driving forces of return migration for Icelandic women are child rearing in Iceland and the wish to be closer to friends and family, whereas men more men considered employment opportunities as a reason for their return. The returnees have a higher educational background than not returnees and proportionally more returnees live in the capital region than not returnees. Those living in the western part of Reykjavík are likelier to consider employment opportunities as a return factor and less likely to consider child rearing as a return factor compared to those residing in other towns in Iceland. A gap in knowledge identified in the study is the gender dimension of the employment factor, i.e. the proportion of men and women returnees who returned for their own employment opportunities versus for their spouse´s. Return migration is an important topic in the Icelandic context because a remote country with a small population like Iceland cannot offer the same variety of education and training as more populous countries. Iceland thus depends on Icelandic citizens migrating for specialisation and the high rate of return migration in Iceland has paved the road for social and economic prosperity because skills, knowledge and experience acquired abroad have been brought back to benefit the nation.

Styrktaraðili: 
  • Byggðastofnun
Samþykkt: 
  • 16.10.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/51588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Research_HG.pdf2,11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna